Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þjóðgarðar á Norðurlandi

Vatnajökulsþjóðgarði er skipt í fjögur svæði og á norðursvæðinu má meðal annars finna náttúruperlur eins og Öskju, Herðubreiðarlindir, Dettifoss og Ásbyrgi.

Vatnajökulsþjóðgarður - norðursvæði
Vatnajökulsþjóðgarður er víðfemur og nær yfir tæp 13% af Íslandi. Þó stór hluti þjóðgarðsins sé undir jökulhettu Vatnajökuls er landslag hans fjölbreytilegt. Má það helst þakka samspili eldvirkni, jarðhita og myndunar jökla, landmótun jökla og vatnsfalla.Vatnajökulsþjóðgarði er skipt í fjögur svæði og á norðursvæðinu má meðal annars finna náttúruperlur eins og Öskju, Herðubreiðarlindir, Dettifoss og Ásbyrgi.Sumum finnst Jökulsárgljúfur fegursti staður á landinu til gönguferða, bæði lengri og skemmri, og það má til sanns vegar færa. Gönguleiðum er vel lýst í bæklingi þjóðgarðsins. Áhugamenn um jarðfræði, flóru og fánu finna þar líka góðar lýsingar. Heimasíða þjóðgarðsins er www.vjp.is
Mývatn verndarsvæði
Á og við Mývatn er mikið og fjölbreitt fuglalíf. Einkum lifa þar vatna- og votlendisfuglar af ýmsum tegundum en þekktast er Mývatn fyrir fjölda andategunda sem á sumrin eru fleiri við vatnið en á nokkrum öðrum stað á jörðinni.Mývatn er verndað með sérstökum lögum og er á skrá um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði ásamt Laxá sem úr því rennur.
Bárðarbunga
Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð.   Er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 km. löng og allt að 25 km. breið.  Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja.  Önnur megineldstöð er í kerfinu, það er Hamarinn.  Vegna þess hve fjarri eldstöðin var byggðu bóli þá var fremur lítið var vitað um Bárðarbungu lengi vel en smámsaman varð mönnum ljóst að undir þessari miklu íshellu í norðvesturjaðri Vatnajökuls leyndist eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands.   Hæsti blettur Bárðarbungu er 2009 metra hár og hún er því næsthæsta fjall landsins. Askjan í Bárðarbungu er um 70 ferkílómetrar , allt að 10 km. breið og um 700 metra djúp.  Umhverfis hana rísa barmarnir í allt að 1850 metra hæð en botninn er víðast í um 1100 metra hæð.  Askjan er algjörlega jökulfyllt. Mörg gjóskulög sem upphaflega voru eignuð öðrum eldstöðvakerfum í Vatnajökli hafa við síðari tíma rannsóknir reynst vera úr Bárðarbungu.  Einnig leiddi Gjálpargosið 1996 í ljós að samspil getur átt sér stað milli Bárðarbungu og Grímsvatna.  Þá hleypti kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu, um 5 á Richter, af stað gosi á milli eldstöðvanna en kvikan var ættuð úr Grímsvatnakerfinu. Mikil jarðskjálftavirkni hefur lengi verið viðvarandi í Bárðarbungu án þess að til goss hafi komið.  Skjálftarnir staðfesta að þarna er bráðlifandi eldfjall.
Hólmatungur
Hólmatungur er mjög gróskumikið svæði í Vatnajökulsþjóðgarði og þar eru margar fagrar stuðlabergsmyndanir. Göngusvæðið á milli Hljóðakletta og Hólmatungna meðfram Jökulsá á Fjöllum er með því allra fegursta á landinu. Óteljandi lindir spretta upp í Hólmatungum og vatnið fellur af stalli niður í Jöklu. Þar er einnig að finna Gloppuhelli í Gloppu, sem er sérstök náttúrusmíð. Frá bílastæði er stutt ganga á útsýnispall þaðan sem Hólmatungur og gljúfrin blasa við. Um Hólmatungur liggja merktar gönguleiðir, sem sumar tengjast leiðum frá Dettifossi og niður í Ásbyrgi.
Ásbyrgi
Ásbyrgi er eitt helsta náttúruundur Íslands og er staðsett í Vatnajökulsþjóðgarði. Fjöldi göngustíga eru í og við Ásbyrgi, fjölbreyttir að lengd og gerð. . Ásbyrgi er skógi vaxið og þar er fjölbreytt gróður- og fuglalíf. Það er upplifun fyrir alla fjölskylduna að virða fyrir sér tignarlega hamraveggi sem eru allt að 100 metra hair og njóta kyrrðarinnar. Það er ekki síður skemmtilegt að fara í Ásbyrgi á haustin, þar sem fallegir haustlitirnir setja skemmtilegan svip á þetta einstaka náttúruundur. Ásbyrgi er hluti af Demantshringnum sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is 
Kverkfjöll
Kverkfjöll erul megineldstöð í norðurbrún Vatnajökuls. Fjöllin eru nefnd eftir kverkinni sem skriðjökullinn Kverkjökull rennur niður úr. Í honum er stórfenglegur íshellir. Á svæðinu eru mjög áhugaverðar gönguleiður um eitt mesta háhitasvæði landsins. Frá svonefndri Austurleið (F910) liggur Kverfjallaleið (F902) suður til Kverkfjalla. Skammt austar liggur Hvannalindaleið (F903) suður í Hvannalindir og áfram þar sem hún kemur inn á veg F902. Vegir að Kverkfjöllum eru einungis opnir á sumrin frá lok júní til loka ágústs. Einungis er fært jeppum, hægt að sjá frekari upplýsingar á www.vegagerdin.is. .
Jökulsárgljúfur
Jökulsárgljúfur tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði og umhverfi þeirra hafa heillað margan ferðalanginn. Fossasamtæða Jökulsár á Fjöllum með Selfoss, Dettifoss, Hafragilsfoss og Réttarfoss á sér fáa líka á jörðinni. Stórkostlegt umhverfi Jökulsárgljúfra er mótað af vatni, eldum og ís. Gífurleg hamfarahlaup eru talin hafa myndað og mótað gljúfur, gil, klappir og byrgi. Frægust þeirra er Ásbyrgi.
Hljóðaklettar
Hljóðaklettar í Vatnajökulsþjóðgarði eru sérkennileg þyrping stuðlabergskletta í mynni Vesturdals -i við Jökulsá á Fjöllum. Klettarnir í Hljóðaklettum taka á sig ýmsar myndir eins og örnefnin Tröllkarl, Kirkjan, Karl og Kerling gefa til kynna. Stuðlarnir hafa alls konar legu og er gaman að nota ímyndunaraflið þegar þeir eru skoðaðir. Fjölbreyttar gönguleiðir liggja frá bílastæði í Vestudal um Hljóðakletta, Rauðhóla og nágrenni. Frá bílastæði á Langavatnshöfða er stutt ganga að útsýnispalli þaðan sem njóta má útsýnis yfir Hljóðakletta og gljúfrin. Vegurinn að Hljóðaklettum (862) er fær öllum bílum frá þjóðvegi 85 en er lokaður á veturna.060506