Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Einfalt og ódýrt sem hentar vel þeim sem vilja ekki eyða of miklu í gistingu. Hér er lögð áhersla á að fólk bjargi sér sjálft og með því móti er hægt að halda verðinu í lágmarki. Oft er hægt að leigja 2-6 manna herbergi og eru hreinlætisaðstæður góðar. Fín aðstaða til að elda sinn eigin mat og oft er boðið uppá sameiginlegt rými þar sem fólk getur setið og spilað, lesið eða horft á sjónvarpið.
Farfuglaheimili eru sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki sem kýs einfaldan ferðamáta.

Ósar Hostel
Ósar Hostel er á Vatnsnesi, aðeins um 25 kílómetra frá hringveginum. Á undanförnum árum hefur heimilið verð tekið til gagngerrar endurbóta og hafa þær breytingar heppast sérlega vel.  Nafn sitt taka Ósar af því hve sólsetrið er fagurt á þessum slóðum. Ströndin, rétt neðan við húsið, er líka full af lífi og þar má sjá seli, æðarfugl og aðra fugla og þar rís kletturinn Hvítserkur í göngufæri við farfuglaheimilið. Ósnert náttúran, kyrrlátt umhverfið og fjölbreytt afþreying gera Ósa að óskastað ferðamannsins. Aðeins þarf að ganga í fimm mínútur frá hostelinu til að komast í nána snertingu við náttúruna. Hér geta gestir séð fjölda fuglategunda og úti fyrir ströndinni synda selir, en hér eru ein fjölskipuðustu sellátur Íslands.  Fyrir utan þetta er rétt að nefna að margar fallegar gönguleiðir eru út frá Ósum. Eldunaraðstaða.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Akureyri Backpackers
Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna.  Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers. Hægt er að velja um sameiginleg herbergi í svefnpokaplássi eða tveggja manna herbergi.  Sameiginlegar snyrtingar eru á öllum hæðum og sturtuaðstaða er í kjallara. Á jarðhæð er svo ferðamiðstöð ásamt veitingastað og bar þar sem hægt er að njóta léttra veitinga. • Morgunverður • Uppábúin rúm • Eldhús og grillaðstaða • Veitingasala • Þráðlaust internet • Sturtur • Gufubað • Skíðageymsla • „Preppaðstaða“ fyrir skíðafólk • Þvottavélar • Upplýsingamiðstöð • Læstir skápar • Farangursgeymsla • Hópar velkomni   Bestu kveðjur/Best regards Akureyri Backpackers staff
Farfuglaheimilið Akureyri
Akureyri H.I. Hostel Aðalbygging Aðalbyggingin er á tveimur hæðum með 18 fallega búnum herbergjum;( : ) frá eins manns upp í sex manna fjölskylduherbergi.  Inni á herbergjum eru;(:) rúm með lesljósi, sængur & koddar, borð & stólar, fataskápar, hárþurrkur, sjónvörp, frír netaðgangur og fleira. Á hvorri hæð eru vel útbúin eldhús og góð mataraðstaða. Setustofa er á efri hæð hússins. Grill er á verön(l)dinni ásamt stólum & borðum. Herbergin og aðstaðan hentar fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og þá sem ferðast saman í hópum. Hægt er að leigja aðra hvora hæðina eða allt húsið. Snyrtingar og sturtur eru sameiginlegar og eru þær á báðum hæðum en einnig er tveggja manna með sér snyrtingu. Á neðrihæð hússins er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Sumarhús Tvö stór og fullbúin sumarhús eru í garðinum hjá farfuglaheimilinu. Hvort sumarhús fyrir sig tekur átta manns í rúm(J; eitt tveggja manna herbergi, eitt fjögurra manna herbergi og á svefnloftinu eru tvö rúm. Góð fullbúin eldhús eru í sumarhúsunum, baðherbergi með sturtu og seturstofa. Á palli sumarhúsanna eru borð & stólar og grillaðstaða. Í sumarhúsunum er frír netaðgangur. Með leigu á sumarhúsi er aðgangur að heitum potti. Smáhýsi Eitt smáhýsi er til leigu sem rúmar þrjá. Í húsinu eru borð & stólar og snyrting, ekki er sturta í smáhýsinu en leigendur fá( svo) lykil af aðalbyggingu til að notast við eldhús og sturtur. Á palli smáhýsisins eru borð & stólar. Frír netaðgangur er í smáhýsinu.   Boðið er upp á svefnpokapláss (tekinn er með svefnpoki eða rúmföt – sængur & koddar á herbergjum) einnig bjóðum við upp á uppábúin rúm. Í nánasta umhverfi má finna Bónus, bakarí, Dóminos, Glerártorg u.þ.b. 200 metra frá og miðbærinn er í um 10 mínútna göngufjarðlægð. Gestum er boðið upp á afsláttarmiða á Greifann veitingarhús, Hvalaskoðun og hestbak. Ef gestir þurfa höfum við farangursgeymslu og aðstöðu fyrir skíðafólk. Fjölskyldan í Stórholti 1 hefur lagt sig fram síðan árið 1967 að bjóða alla velkomna og gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta.
Kópasker HI Hostel / Farfuglaheimili
Farfuglaheimilið er staðsett í miðju þorpinu og stutt er í alla þjónustu. Kópasker er kjörinn áningarstaður því í nágrenni við staðinn eru margar af náttúruperlum landsins. Ásbyrgi, sem er hluti af þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfri, er í rúmlega 30 km fjarlægð frá Kópaskeri. Í þjóðgarðinum eru margir áhugaverðir staðir t.d. Hljóðaklettur og Forvöð. Vatnsmesti foss Evrópu, Dettifoss, er í þjóðgarðinum og einnig er þar að finna minni fossa s.s. Hafragilsfoss og Vígabergsfoss. Á Melrakkasléttu er mjög fjölbreytt fuglalíf og Rauðinúpur ( sem er í 30 km fjarlægð frá Kópaskeri ) er kjörinn staður fyrir fuglaskoðara. Besti tíminn til fuglaskoðunar er í maí og september/október. Á Kópaskeri er mini golfvöllur og í Ásbyrgi er 9 holu golföllur. Á Snartastöðum sem er í nágrenni við Kópasker er mjög gott byggðasafn. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið gegnum heimasíðu
Dalvík Hostel
Dalvík – Gimli HI Hostel / Farfuglaheimili og Vegamót smáhýsi. Við rekum fjölskyldufyrirtæki á Dalvík þar sem við bjóðum mismunandi gistingu auk þess að reka kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi. Gistingin sem við bjóðum er þessi: Þrjú 15 ferm. smáhýsi á Dalvík, hvert með hjónarúmi og svefnsófa/stöku rúmi, einfaldri eldhúsaðstöðu með tveimur eldarvélarhellum, ísskáp og flestum tólum og tækjum til einfaldrar matargerðar. Snyrting með vaski en ekki sturta, gestir smáhýsanna fá frían aðgang í Sundlaug Dalvíkur sem er í aðeins 250m fjarlægð. Heitur pottur og tunnusána í garðinum. Gisting gæti hentað 3 fullorðnum eða fjölskyldu með 1 - 2 börn. Frítt þráðlaust internet. Staðsett við suður innkeyrsluna á Dalvík, gegnt Olís.  Sjá nánar  Gamli bærinn á Dalvík er 30 ferm. 107 ára gamalt hús með sögu. Það er uppgert í upprunalegum stíl og er vinalegur og rómantískur staður til að gista á. Eldhús, snyrting með sturtu, stofa, frítt þráðlaust internet. Heitur pottur og tunnusána í garðinum (samnýtt með gestum smáhýsanna). Tvíbreitt rúm í stofu, dýnur á lofti. Gisting ætluð mest 4 fullorðnum en mögulega fleirum ef um er að ræða fjölskyldu með yngri börn. Staðsett við suður innkeyrsluna á Dalvík, gegnt Olís. Sjá nánar  Dalvík – Gimli HI Hostel / Farfuglaheimili er tveggja hæða hús með 7 herbergjum, (einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi, þrjú þriggja manna og svo fimm manna og sex manna herbergi). Þarna geta 20 manns gist. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum, einfalt eldhús á neðri hæð, fullbúið eldhús með setustofa á efri hæð. Frítt þráðlaust internet og einnig tölva í setustofu. Huggulegt og fallega skreytt hús sem hefur hlotið lof gesta sem þar hafa gist. Vinsæll gististaður fjölskyldna og hópa sem leigja oft húsið í heilu lagi í vetrarfríum, á skíðamótum eða kring um páska og aðra hátíðis- og frídaga. Frábær staðsetning og aðstaða fyrir fjallaskíðahópa, gönguhópa. Staðsett í miðju bæjarins við aðalgötuna, Hafnarbraut 4. Sjá nánar  Stutt er í alla hluti á Dalvík, matvöruverslun, vínbúð og fatahreinsun, Grímseyjarferjuna, Sundlaug Dalvíkur og byggðasafn, frábær hvalaskoðun bæði frá Dalvík og frá Hauganesi. Við rekum einnig skemmtilegt, kaffihús/bar Bakkabræðra Gísli, Eiríkur, Helgi að Grundargötu 1. Það er tileinkað Bakkabræðrum sem bjuggu á Bakka í Svarfaðardal en þar er að finna fróðleik um þá bræður og húsnæðið hannað með anda þeirra í huga. Sérstaklega vinsæll viðkomustaður fjallaskíðafólks mars - maí, fiskisúpa, bjórbrauð, salat, kaffi og kökur ásamt heimabjórnum Kalda! Við rekum einnig Ungó - leikhúsið/gamla bíóið á Dalvík sem er áfast kaffihúsinu, þar er aðstaða fyrir uppákomur og sýningar. Sjá nánar  Skíðasvæðið okkar er aðeins um 800m frá miðju bæjarins! Á veturna erum við algjörlega miðsvæðis hvað varðar skíðaiðkun á svæðinu, rúmlega 30 km til bæði Akureyrar og Siglufjarðar ef gestir vilja fjölbreytni í skíðaiðkun sinni. Vinsæll viðkomustaður fjallaskíðafólks alls staðar úr heiminum. Hægt er að bóka alla gistingu með því að heimsækja heimasíðuna okkar eða hafa samband með tölvupósti: vegamot@vegamot.net eða með því að hringja í síma 699 6616.
Hlíð ferðaþjónusta
Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu. Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs.  Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt. Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu.  Álfahlíð/Dvergahlíð:  Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft.  Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur,  einnig er setustofa og snyrting með sturtu. Andabyggð:  Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi.  2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði. Tjaldsvæði:  Við bjóðum  upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu.  Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar.  Ekki er mikill trjágróður á staðnum.  Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði.  Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það.  Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur.  Stórt eldhústjald er á svæðinu. Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu,  t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga.  Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi,  við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.  

Aðrir (4)

Farfuglaheimilið Sæberg Reykjaskóli, Hrútafjörður 500 Staður 894-5504
Hafnarstræti Hostel Hafnarstræti 99-101 600 Akureyri 5548855
Húsavík Green Hostel Vallholtsvegur 9 640 Húsavík 8660882
Húsavík Cape Hótel Höfði 24 640 Húsavík 463-3399