Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Köfun og yfirborðsköfun

Fyrir þá ævintýragjörnu og aðra áhugasama er köfun spennandi kostur. Ýmsir möguleikar eru í boði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, bæði í ferskvatni og sjó. Helst ber að nefna Strýturnar sem eru einstakar á heimsmælikvarða.

Arctic Trip
Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey. Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði. Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!” Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar. Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar. Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.
Strýtan Divecenter - Erlendur Bogason
Strýtan Divecenter er staðsett í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Eigandi Strýtan Divecenter, Erlendur Bogason er lærður PADI alþjóðlegur köfunarkennari. Við bjóðum upp á:• Köfun á Strýturnar – farið er með bát frá Hjalteyri og tekur sigling á Strýturnar 5-10 mín.• Köfunar- og snorkelferðir í Öxarfjörð þar sem hægt er að snorkla eða kafa í Nesgjá, Lóni og í Litlu á.• Prufu köfun fyrir einstaklinga sem ekki hafa köfunarréttindi• Köfunarkennslu  - námskeið sem í boði eru; - Open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 18m dýpi. - Advance open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 30m dýpi. - Rescue diver – björgunarköfun - Divemester ásamt fjölda annarra námskeiða í köfun. Hnúfubakar sjást oft ásamt öðrum hvölum fyrir utan HjalteyriVið bjóðum upp á að panta bátsferðir til hvala, fugla og sela skoðunar. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Aðrir (1)

Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966