Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Rannsóknir

Mælaborð Norðurlands

Hér má sjá Mælaborð ferðaþjónustunnar fyrir Norðurland. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um framboð gistingar á Norðurlandi, gistináttatalning, nýting og tekjur AirBnB á Norðurlandi, viðhorf heimamanna, komur skemmtiferðaskipa og könnun um ferðavenjur erlendra ferðamanna.

Til þess að fara á Mælaborð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi er smellt á myndina hér fyrir neðan.

Hlekkur á Mælaborð Norðurlands

Skýrsla frá KPMG um greiningu á gistirýmum, unnin árið 2022 með tilliti til aukinna umsvifa í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Samantekt fyrir gistinætur 

Fjöldi gistinátta á Norðurlandi greint á svæði - hægt er að fletta kynningu

Fjöldi gistinátta frá Asíulöndum, samanburður á Norðurlandi við Ísland - hægt er að fletta kynningu

Markaðssetning ferðaþjónustu fyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi

Árið 2019 vann Rannsóknarmiðstöð ferðamála, í samstarfi við Háskólann á Hólum, að rannsókn á markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi fyrir Markaðsstofu Norðurlands (MN). Hér að neðan verður farið yfir helstu niðurstöður, en lesa má skýrsluna í heild með því að smella hér.

Einnig voru gerðar kannanir á ferðavenjum og viðhorfum erlendra ferðamanna á Norðurlandi og skoðuð voru ummæli þeirra á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis er farið yfir niðurstöður þeirra hér að neðan, en hér má lesa heildarskýrsluna um ferðavenjur og viðhorf, og hér má lesa heildarskýrsluna um ummæli á samfélagsmiðlum.

Markaðssetning

Áberandi er að ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi stýra sinni eigin markaðssetningu en meirihlutinn kaupir þó sérfræðiþjónustu þegar það þarf. Þá gegna bæði bókunarsíður og ferðaskrifstofur eða ferðaheildsalar veigamiklu hlutverki í markaðssetningu, þá sérstaklega bókunarsíður. Sérstaklega voru það fyrirtæki sem hafa starfað í minna en tvö ár sem sögðu bókunarsíður mikilvægar. Meirihluti fyrirtækja notar eigin vefsíður, samfélagsmiðla og bókunarsíður til markaðssetningar. Facebook, TripAdvisor og Instagram eru mest notuðu samfélagsmiðlarnir. Bein samskipti eru helst við ferðaskrifstofur og má draga þá ályktun út frá niðurstöðum að þau eigi sér helst stað í gegnum síma eða þegar fulltrúar skrifstofanna koma í heimsókn til fyrirtækjanna. Rúmlega helmingur fyrirtækjanna styðst ekki við markhópa í sínum markaðsaðgerðum og eru smærri fyrirtækin þar áberandi, en þau eru stærsti hópur fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Stærri fyrirtækin, sem nota markhópa, töldu upp sérkenni sem ríma vel við þau sem MN hefur lagt áherslu á í sínu starfi, þá sérstaklega sá hópur sem er kallaður „Lífsglaði heimsborgarinn.“

 

Í niðurstöðunum kemur fram að nokkur góð þekking er á markaðsáherslum MN, en þar kemur einnig fram að samstarfsfyrirtæki MN séu líklegri til að stunda markvissa markaðssetningu en þau sem ekki eru í samstarfi. Yfir heildina litið voru flestir aðspurðra á þeirri skoðun að áherslurnar passi vel við áfangastaðinn Norðurland og ríkir í heild mikil sátt um þær. Sömuleiðis sagði meirihlutinn að áherslurnar samræmist vel áherslum í markaðssetningu síns fyrirtækis. Náttúruferðaþjónusta sé þar stærst, en áherslan á menningar- og sögutengda ferðaþjónustu var áberandi mest í Húnavatnssýslum.

Ferðavenjur og viðhorf 

Ferðavenjur og viðhorf erlendra ferðamanna til ferðalaga á Norðurlandi voru skoðuð með viðtalsrannsókn, auk þess sem niðurstöður úr ferðavenjukönnunum voru skoðaðar. Í niðurstöðum kemur fram að ferðamenn dvelji almennt ekki lengi í landshlutanum, flestir eru í sinni fyrstu Íslandsferð og áfangastaðurinn er allt Ísland eða hringvegurinn um landið. Helsta aðdráttaraflið er ósnortin náttúran, fámennið og víðáttan, en margir ferðamenn gerðu samanburð á Norðurlandi og Suðurlandi þegar þeir voru beðnir um að lýsa Norðurlandi. Þeir afþreyingarvalmöguleikar sem voru oftast nefndir voru norðurljós, hvalaskoðun og gönguferðir en auk þess voru Akureyri, Mývatn, Dettifoss og fossar almennt nefndir sem helstu seglarnir. Þá var áberandi að ferðamenn vildu vera sjálfstæðir á ferðalaginu, hafa sveigjanleika og ferðast á sínum eigin hraða.

Af þeim miðlum og vefsíðum sem helst eru notaðar var það áberandi að Booking.com, TripAdvisor og Google eru mest notuðu vefsíðurnar. Þá skiptir prentað efni einnig máli, bækur á borð við Lonely Planet er mikið notaðar og eru oft upphafspunktur, áður en haldið er á netið til að leita frekari upplýsinga.

Samfélagsmiðlanotkun

Að lokum var gerð greining á samfélagsmiðlanotkun ferðamanna á Norðurlandi, og þá sérstaklega voru skoðaðar færslur sem voru merktar með myllumerkjunum #northiceland, #northicelandIS og #northicelandadventure. Samkvæmt greiningunni telja ferðamenn það mikinn kost að færri ferðamenn séu á Norðurlandi, sem birtist meðal annars í því að langflestir birta myndir þar sem ekkert fólk er í rammanum. Þessum myndum er jafnframt deilt jafnt á meðan ferðalaginu stendur eins og eftir það. 

 

 

Rannsóknir, kannanir og skýrslur útgefnar af MN

Sjá efni

Greining KPMG á gistirýmum á Norðurlandi 2022

Fyrri könnun MN vegna Covid-19 á Norðurlandi árið 2020

Seinni könnun MN vegna Covid-19 á Norðurlandi árið 2020

Rannsóknir á markaðssetningu á Norðurlandi 2019

Gistinætur og launþegar í ferðaþjónustu á Norðurlandi


Söguferðaþjónusta á Norðurlandi - Könnun meðal ferðamanna á söfnum, setrum og sýningum.

Norðurland 2018 - erlendir ferðamenn, menningararfur og dýraskoðun RRF

Erlendir ferðamenn á Norðurlandi 2010-2019, rannsókn tekinn saman af RRF.

Erlendir ferðamenn á Norðurlandi 2010-2018, rannsókn tekinn saman af RRF.


Erlendir ferðamenn á Norðurlandi 2010-2017, rannsókn tekin saman af RRF.

Erlendir ferðamenn á Norðurlandi 2010-2016, rannsókn tekin saman af RRF.

Þróun á áfangastaðnum The Arctic North Iceland eða heimsskautssvæðinu Norðurland.

Toolkit vegna uppbyggingu vefsvæða og markaðssetningar á netinu (enska)

Toolkit vegna uppbyggingu vefsvæða og markaðssetningar á netinu og upplifunarhandbók (íslenska)

Vegamál - áherslur á Norðurlandi

Safn staðbundina rannsókna í ferðaþjónustu aðrar en útgefnar af MN

Sjá efni 

Hér má sjá rannsóknir í ferðaþjónustu sem gerðar hafa verið á Norðurlandi. Það er markmiðið með þessari síðu að taka saman allar þær staðbundnu rannsóknir sem gerðar hafa verið á Norðurlandi. Þetta er ekki tæmandi listi og því bendum við þeim sem vita af rannsóknum, skýrslum eða ritgerðum að senda okkur á tölvupóst á info@nordurland.is.

2020

Viðhorf íbúa á Norðurlandi 2019

2019:

Söguferðaþjónusta á Norðurlandi - Könnun meðal ferðamanna á söfnum, setrum og sýningum
Norðurland 2018, erlendir ferðamenn, menningararfur og dýraskoðun RRF

Rannsóknir á ráðstefnumörkuðum. Samantekt

Skemmtiferðaskip á Akureyri Könnun meðal farþega 2018.

2018:

Erlendir gestir á Siglufirði sumarið 2017 - Niðurstöður ferðavenjukönnunar
Erlendir gestir á Mývatnssveit sumarið 2017 - Niðurstöður ferðavenjukönnunar
Erlendir gestir á Húsavík sumarið 2017 - Niðurstöður ferðavenjukönnunar
Erlendir gestir á Akureyri sumarið 2017 - Niðurstöður ferðavenjukönnunar

Því meiri samskipti - því meiri jákvæðni - Viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu 2017
Dreifing ferðamanna um landið -
Talningar ferðamanna á áfangastöðum út árið 2017
Erlendir ferðamenn á Norðurlandi 2010 - 2017
Viðhorf útivistarfólks og ferðamanna til virkjana á Henglinum. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur
Íslensk ferðaþjónusta. Íslandsbanki
Áhrif orkuvinnslu í Kröflu á upplifun ferðamanna. Niðurstöður spurningakönnunar sumarið 2017
Viðhorf íbúa á Norðurlandi til ferðamanna og ferðaþjónustu.
Viðhorf ferðamanna í flugi milli Keflavíkur og Akureyrar. Niðurstöður könnunar meðal farþega 2018

2017:

Deloitte: Greining á beinum opinberum tekjum og gjöldum vegna ferðamanna 2015
Erlendir gestir á Húsavík sumarið 2016. Niðurstöður ferðavenjukönnunar
Erlendir gestir í Mývatnsveit sumarið 2016. Niðurstöður ferðavenjukönnunar
Skýrsla: ferðamála, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra um þolmörk ferðamennsku 2017 - 2018
Byggðaþróun á Íslandi 2017
...það er bara, hver á að taka af skarið? Móttaka skemmtiferðaskipa við Norðurland - niðurstöður viðtalsrannsóknar

2016:

Greining á áhrifum ferðaþjónustu og ferðamennsku í einstökum samfélögum-Höfn,Mývatnssveit og Siglufjörður
Áhrif ferðaþjónustu og ferðamennsku á einstök samfélög:Niðurstöður símakönnunar á Höfn, Mývatnsveit og Siglufirði 2016
Byggðarstofnun-Ferðaþjónusta:Staða og horfur 2016
Potential Effects of Proposed Power Plants on Tourism in Skagafjörður, Iceland