- 13 stk.
- 05.09.2014
Miðnætursól er hvað fallegasti hluti sumarsins, hún einkennir hughrif margra af íslensku sumri og ekki skemmir fyrir staðsetning þeirra fjölmörgu fjarða á Norðurlandi. Það er töfrum líkast þegar miðnætursólin lýsir upp himininn í fallegum gulum og rauðum litum. Þegar vindinn lægir og birtan verður engri lík – þú týmir ekki að sofa og langar mest af öllu að vera úti alla nóttina. Hvergi er betra að upplifa miðnætursólina en á Norðurlandi og hér gefst tækifæri til að standa meðal annars á Heimskautsbaugnum þegar sólin er hvað hæst á lofti. Fjölmargir aðrir áningastaðir eru um allt Norðurland og hvetjum við ykkur til að staldra við og njóta kyrrðarinnar á þessum einstaka árstíma.
Fjörur á Norðurlandi eru margar og þar leynist oft hinn ýmsi fjársjóður. Staldrið við og hlustið á öldurnar og njótið þess að horfa á hvernig geislar sólarinnar speglast í hafinu.
Sum fyrirtæki bjóða einnig uppá kvöldferðir og verður upplifunin einhvernvegin öðruvísi þegar hún er stunduð undir fallegum litum miðnætursólarinnar, t.d. jet ski, kayak, hvalaskoðun, bátaferðir, yoga, róðrabretti og hestaferðir.