Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það er þægilegt að geta gripið mér sér mat og borðað hann þar sem manni hentar. Hvort sem það er í úti í náttúrunni, á gististað eða áningastöðum viðsvegar um Norðurland. Munið samt að taka allt rusl með þegar borðað er utandyra. 

Greifinn veitingahús
Veitingahúsið Greifinn á Akureyri er án efa einn vinsælasti veitingastaður bæjarins. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil þar sem verðlagi er stillt í hóf. Greifinn er tilvalinn fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa sem vilja gera sér glaðan dag yfir mat og drykk.Markmið Greifans hefur frá upphafi verið að hafa fjölbreytni að leiðarljósi og reka blandaðan veitingastað sem höfðar til allra. Greifinn er byggður á amerískri hugmyndafræði þar sem hröð en jafnframt góð þjónusta er í fyrirrúmi. Þrátt fyrir þetta er lögð áhersla á fjölbreyttan matseðil sem endurnýjaður er reglulega.  Á honum má meðal annars finna pizzur, steikur, fiskrétti, pastarétti og tex mex rétti ásamt ýmsum forréttum og eftirréttum. Einnig má finna á Greifanum mikið og gott úrval léttvína sem eru sérvalin af framreiðslumeistara hússins. Greifinn er fjölskyldustaður af bestu gerð og kappkostar að þjóna sem fjölbreyttustum hópi viðskiptavina. Góð ímynd staðarins er þekkt af þeim fjölda ánægðra gesta sem hafa í gegnum tíðina notið þjónustu Greifans. Einnig bíður greifinn upp á salarleigu sem er einkar hentug fyrir hverskonar hópa, hvort sem um er að ræða fundi eða veislur.
Pizzasmiðjan
Pizzasmiðjan býður upp á ljúfengar eldbaðakar pizzur í skemmtilegri stemmningu. Við tökum vel á móti þér.  
B&S Restaurant
B&S Restaurant er notalegur veitingastaður á Blönduósi við þjóðveg 1. Okkar markmið er að bjóða upp á framúrskarandi veitingar með þægilegri þjónustu á sanngjörnu verði og veita gestum okkar góða og eftirminnilega stund sem verkar upplyftandi fyrir sál og líkama.  Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil sem samanstendur meðal annars af kjöt- og fiskréttum úr úrvals hráefnum, grænmetis- og pastaréttum, úrvali af súpum og smáréttum, auk hefðbundinna hraðrétta, svo sem pizzum og hamborgurum.  Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Opnunartími: 11:00-21:00 allt árið EinkasamkvæmiB&S Restaurant býður einnig upp á hópamatseðla og hlaðborð fyrir hvers konar tilefni, svo sem afmæli, fermingar eða giftingar. Ert þú að skipuleggja slíkan viðburð?  Settu þig í samband við okkur og við kynnum þér hvað við höfum að bjóða og leysum málið í samræmi við þínar óskir.
Krua Siam
Veitingahúsið Krua Siam er staðsett í hjarta Akureyrar, á mótum Glerárgötu og Strandgötu. Ráðhústorg er skammt frá og Menningarhúsið HOF er handan götunnar. Krua Siam sérhæfir sig í tælenskri matargerð og býður upp á fisk- og kjötrétti ásamt grænmetisréttum. 

Aðrir (5)

Bryggjan Strandgata 49 600 Akureyri 440-6600
Indian Curry House Ráðhústorg 3 600 Akureyri 4614242
Sprettur-Inn Kaupangi v/Mýrarveg 600 Akureyri 4646464
Domino’s Pizza Undirhlíð 2 600 Akureyri 581-2345
Tomman Hafnarbraut 21 620 Dalvík 466-1559