Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Farið í útsýnisflug og njótið þess að horfa á landið frá nýju sjónarhorni, það er sérstaklega skemmtilegt að fljúga yfir hálendið og horfa ofaní gil og fossa. Einnig er frábært að upplifa bæi og þorp með því að ganga um þá og kynnast þannig sérkennum hvers staðar.  

Útsýnisflug og þyrluflug

Fyrir þá sem hafa áhuga á flugi, útsýni eða hvoru tveggja er útsýnisflug með þyrlu eða flugvél stórskemmtilegur valkostur. Fyrir skíðamenn sem eru lengra komnir þá eru bestu svæði heims til þyrluskíðunnar á Norðurlandi.

Ljósmyndaferðir

Það er geysilega vinsælt að mynda Ísland, enda myndast landið einstaklega vel. Hægt er að bóka sérstakar ljósmyndaferðir með leiðsögn ljósmyndara sem velur fallega staði til ljósmyndunar og gefur góð ráð.

Bæjarganga

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum.