Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gönguleið

Súlur

Súlur eru bæjarfjall Akureyrar, fjallstindar sem rísa yfir bænum í suðvestri. Vinsæl gönguleið liggur upp á tindana og tekur gangan um 4-6 klukkustund fram og tilbaka. Ekið er upp Súluveg og gengið frá bílastæðinu sem er við lok þess vegar í Glerárdalnum. Nær Akureyri rís Ytri-súla en litlu sunnar er Syðri-súla sem er hærri, 1.213 metrar. Súlur eru að mestu gerðar úr ljósu líparíti sem á uppruna í Öxnadalseldstöðinni, sem var virk fyrir 8-9 milljónum ára. Hægt er að velja um nokkrar leiðir upp á fjallið. Algengast er að ganga upp frá bílaplaninu sem komið er á ef Súluvegurinn er ekinn inn í botn

Bílastæði og vegnúmer að gönguleið.
Malarplan með upplýsingarskiltum. Ekið er Súluveg að bílastæði. 

Salerni, ruslafötur og drykkjarvatn.
Klósett á Akureyri og ruslafötur við bílastæðið. Lækur við bílastæðið og einhverjir á leiðinni, en þeir geta þornað upp þegar líður á sumarið.

Athugasemdir vegna gönguleiðar.
Settir hafa verið plankar yfir helstu mýrar á leiðinni. Troðnar kindastígar um móa og mela, mýrar, grjót og melar ofarlega í fjallinu og yfir skafl nálægt toppinum. Gæta þarf þó að grjóti ofarlega í fjallinu - að ganga ekki of þétt þar sem brattinn er mestur. Getur verið erfitt að aka upp að upphafsstað á litlum bílum þar sem leiðin er ekki mokuð daglega en hægt að komast vel áleiðis.

Vinsamlegast gangið ekki utan stíga og virðið gróður og dýralíf.