Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Um Markaðsstofu Norðurlands - Áfangastaðastofa

Merki Markaðsstofu Norðurlands

Staðreyndir um starfsemi

Stærð svæðis 35.758 km2   
Fjöldi sveitarfélaga 16
Fjöldi þéttbýliskjarna 28
Fjöldi íbúa 37.910
Íbúar á bak við hvert ferðaþjónustufyrirtæki 136
Íbúar á hvern ferkílómetra 1
Mesta akstursfjarlægð á milli staða 496 km
Fjöldi samstarfsfyrirtækja 270

 

 Markaðsstofa Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands (MN) hefur starfað frá árinu 2003 en skrifstofan er samstarfsvettvangur Norðurlands í ferðamálum.
Helsta hlutverk MN er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.
Markaðsstofa Norðurlands gegnir hlutverki áfangastaðastofu Norðurlands.

Áfangastaðastofa

Áfangastaðastofa er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.

Hlutverk Markaðsstofu Norðurlands

Byggja upp ímynd Norðurlands

Samstarf við ferðaþjónustufyrirtæki og ferðamálafulltrúa

Samræma upplýsingagjöf til ferðamanna

Markaðssetja nýjungar og viðburði

Að hvetja til nýsköpunar

Halda námskeið á sviðum markaðsmála og vöruþróunar

kynna Norðurland gagnvart erlendum ferðamönnum, í gegnum vefinn og samfélagsmiðlana, með útgáfu bæklinga og þátttöku í vinnufundum, sýningum og markaðsverkefnum innanlands og erlendis

Að koma að helstu þróunarverkefnum ferðaþjónustunnar

Hlutverk Áfangastaðastofu

Gerð og framkvæmd áfangastaðaáætlana ásamt tengingu við aðrar opinberar stefnur og áætlanir.

Aðkoma að gerð stefnumótunar og áætlana á landsvísu sem snertir ferðaþjónustu.

Aðkoma að þarfagreiningu rannsókna og mælinga á landsvísu til að tryggja samanburðarhæfni milli svæða auk þess að koma með tillögur og innsýn inn í rannsóknarþörf hvers landshluta.

Stuðla að vöruþróun og nýsköpun auk þess að vinna að þróunarverkefnum.

Leggja mat á fræðsluþörf, hafa aðkomu að þróunarverkefnum er varða hæfni og gæði í ferðaþjónustu, veita ráðgjöf varðandi fræðslu og miðla upplýsingum um hvað er í boði.

Sinna svæðisbundinni markaðssetningu í samstarfi við sveitarfélög og ferðaþjónustuaðila sem dregur fram sérstöðu landshlutanna og styður við markaðssetningu Íslands í heild.

Vera grunneining í stoðkerfi ferðamála í landshlutunum. Áfangastaðastofur liðsinna sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum innan svæðis vegna ferðaþjónustu samkvæmt samstarfssamningum.

 

Framtíðarsýn

Myndræn framsetning á framtíðarsýn Markaðsstofu Norðurlands