Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bændamarkaður Matarstígs Helga magra í samstarfi með Handverkshátíðinni

12. júní - 21. ágúst

Matarstígur Helga magra og Handverkshátíðin hafa tekið höndum saman fyrir sumarið 2021 og munu vera með reglulega bændamarkaði þar sem lögð verður áhersla á mat og handverk úr Eyjafjarðarsveit auk gesta aðila.

Um matarstíg Helga Magra.

Matarstígur Helga magra var stofnaður 3. mars árið 2020. Í raun er hann markaðs- og nýsköpunardrifið verkefni. Tilgangur hans er að sameina matvælaframleiðendur, veitingaaðila og ferðaþjónustuna í Eyjafjarðarsveit í eitt verkefni með það markmið að búa til mataráfangastað í heimsklassa. Til að svo megi verða þarf annars vegar að efla hag matvælaframleiðenda og skapa þeim aðstæður til að koma afurðum sínum á framfæri og búa til frekari verðmæti úr þeim og að fjölga ferðamönnum.  

GPS punktar

N65° 34' 41.531" W18° 5' 33.873"

Staðsetning

Hrafnagilsskóli

Sími

Lengd

4 klst