Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sögur í markaðsstarfi - vinnustofa

Upplifanir og sögur heimamanna eru ógleymanlegar og einstakar minninga sem ferðamenn taka með sér heim til vina og fjölskyldu.

Þriðjudaginn 30.apríl, kl.13:00-15:30 á Greifanum Akureyri, verður haldin vinnustofa þar sem við lærum að finna sögurnar sem leynast alls staðar í kringum okkur, vinna með þær og miðla þeim til viðskiptavina. Við skyggnumst aðeins inn í af hverju sögur virka í markaðsstarfi, sögur á mismunandi miðlum og fáum hagnýt ráð og tól til að vinna eigin sögur áfram.

Af hverju skipta sögur máli í ferðaþjónustu?

  • Ferðaþjónusta er upplifunarvara þar sem upplifunin hefst um leið og hugmynd um ferðalagið kviknar.
  • Sögur vekja upp tilfinningar hjá gestum og hjálpa þeim að tengjast vörumerkinu og áfangastaðnum
  • Sögur búa í höfði og hjörtum viðskiptavina löngu eftir að þeir eru farnir aftur heim.
  • Sögur auka traust og trúverðugleika og hjálpa viðskiptavinum að taka ákvörðun um að eiga við þig viðskipti.
  • Sögur breyta ferðalöngum í viðskiptavini og viðskiptavinum í dygga aðdáendur.

Stjórnandi vinnustofunnar er Auður Ösp Ólafsdóttir, sérfræðingur í efnismarkaðssetningu og frásagnalist í ferðaþjónustu.

Auður varð þekkt innan ferðaþjónustunnar fyrir bloggið og ferðaþjónustufyrirtækið I Heart Reykjavík, sem hún stýrði í áratug. Þar blandaði hún persónulegum frásögnum, á meistaralegan hátt, saman við fjölbreytileika íslenskrar menningar og náttúru. Nálgun hennar heillaði ekki aðeins ferðamenn alls staðar að úr heiminum heldur gaf hún einyrkjum og minni ferðaþjónustuaðilum von í harðri samkeppni við stærri fyrirtæki.

Í fyrirlestri sínum mun Auður deila reynslu sinni af efnissköpun í ferðaþjónustu, setja í samhengi við Norðurland og Norðurstrandarleið, gefa hugmyndir og góð ráð.

Þátttökugjald er 3.500 krónur og er vinnustofan ætluð meðlimum Markaðsstofunnar.

captcha