Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Veitingar

supperclub280213-web-44.jpg
Veitingar

Norðlendingar eru þekktir fyrir að vera miklir matgæðingar og matarvenjur og matarhefðir eiga sér áralanga sögu.

Á Norðurlandi er fjöldi veitingahúsa þar sem aðaláherslan er á að matreiða fjölbreyttan mat úr fersku hráefni. Veitingahúsaflóran er fjölbreytt og á svæðinu eru t.d. austurlenskir, ítalskir, fjölþjóðlegir og rammíslenskir veitingastaðir auk skyndibitastaða af flestum gerðum.

Komið og gæðið ykkur á hágæða norðlensku hráefni, framreiddu að hætti heimamanna.

Á Norðurlandi er stór viðburður sem heitir Local Food Festival sjá nánar á www.localfood.is þar er að finna uppskeru í mat og matarmenningu ár hvert.

Beint frá býli

Beint frá býli er merki fyrir þá sem selja, framleiða eða framreiða matvæli beint úr héraði.

Kaffihús

Kaffihúsaflóran á Norðurlandi er þekkt fyrir heimabakað bakkelsi og hlýlegheit. Ekki láta þau framhjá þér fara í þinni dagsrká fyrir Norðan.

Veitingahús

Veitingahús á Norðurlandi eru afar fjölbreytt og vinna fyrst og fremst með ferskt og gott hráefni frá Norðurlandi. Hérna má sjá yfirlit yfir þá veitingastaði sem verða með sérstakan Local Food Menu í tilefni af Local Food Festival.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri