Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir frá starfinu

  • Menntamorgun: Snjöll ferðaþjónusta

    Hvernig byggjum við snjallari ferðaþjónustu með stafrænni tækni? Hvað þurfa fyrirtæki að vita til að hefja stafræna vegferð, hver er ávinningurinn af að nýta sér stafræna tækni og gervigreind og hvað er eiginlega að gerast í þeirri þróun sem skiptir ferðaþjónustuna máli?
  • Ferðapúlsinn - hver er þín stafræna hæfni?

    Ferðapúlsinn er nýtt verkfæri fyrir ferðaþjónustuaðila þar sem þeir geta með einföldum hætti fengið mat á stöðu fyrirtækisins hvað varðar stafræna hæfni. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur unnið að þróun Ferðapúlsins undanfarna mánuði í samvinnu við Ferðamálastofu, Íslenska ferðaklasann, Markaðsstofur landshlutanna og SAF.
  • Leiguflug frá Sviss til Akureyrar hafin að nýju

    Flugvél á vegum svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki lenti á Akureyrarflugvelli um síðustu helgi, í beinu flugi frá Zurich í Sviss. Flogið verður vikulega á sunnudögum næstu sex vikurnar, en þetta er annað árið í röð sem boðið er upp á vetrarferðir til Akureyrar frá þessari stærstu borg Sviss.
  • Vetrarflug Voigt Travel hafin og sumarferðirnar auglýstar

    Fyrsta flugvél vetrarins á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli síðastliðinn laugardag. Voigt Travel hefur staðið fyrir vetrarflugi til Akureyrar frá árinu árið 2020 og var þetta fyrsta flug af 10 þennan veturinn, en flogið er með hollenska flugfélaginu Transavia.

Verkefni

Áfangastaðaáætlun
Útgefnar Áfangastaðaáætlanir ásamt öllum helstu upplýsingum. Forgangsverkefni listuð upp.
Demantshringurinn
Vörumerkið, fyrirtækin og lykilstaðir.
Flugklasinn Air 66N
Verkefni Flugklasans í gegnum árin, skýrslur, fréttir og önnur gögn.
Norðurstrandarleið
Handbækur, skráning og þróun á verkefni.
Okkar Auðlind
Þau sem starfa í ferðaþjónustu þekkja vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Þau vita hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á Íslandi vex og dafnar. Þau þekkja hvernig ferðaþjónustan skapar Íslandi gott orðspor og hvernig sífellt fleiri líta til Íslands þegar kemur að því að ferðast á öruggan stað þar sem óspillt náttúran spilar lykilhlutverk.

Yfirlit yfir starfsemi MN árið 2023