Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir frá starfinu

  • Menntamorgun ferðaþjónustunnar - Ráðningar og Z kynslóðin

    Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 10. apríl 2024 kl. 9-9:45. Fundurinn verður í streymi.
  • Sögur á Norðurstrandarleið - vinnustofa í apríl

    Þriðjudaginn 30.apríl, kl.13:00-15:30 á Greifanum Akureyri, verður haldin vinnustofa þar sem við lærum að finna sögurnar sem leynast alls staðar í kringum okkur, vinna með þær og miðla þeim til viðskiptavina. Við skyggnumst aðeins inn í af hverju sögur virka í markaðsstarfi, sögur á mismunandi miðlum og fáum hagnýt ráð og tól til að vinna eigin sögur áfram.
  • Flugvél easyJet á Akureyrarflugvelli

    easyJet byrjað að selja flugferðir út febrúar til Akureyrar

    Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í morgun flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024- febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til og frá Akureyri á þessu tímabili, sem bætist við október og nóvember sem áður hafði verið tilkynnt um.
  • Stafræna hliðin með Rögnvaldi Má

    Næstu mánuði verður hægt að bóka 30-45 mínútna fjarfundi með Rögnvaldi Má Helgasyni, verkefnastjóra útgáfu og almannatengsla, þar sem samstarfsfyrirtæki geta sótt sér þekkingu á gagnagrunni Ferðamálastofu, fræðst um mikilvægi upplýsinga á heimasíðum og samspili þeirra við samfélagsmiðla.

Verkefni

Áfangastaðaáætlun
Útgefnar Áfangastaðaáætlanir ásamt öllum helstu upplýsingum. Forgangsverkefni listuð upp.
Demantshringurinn
Vörumerkið, fyrirtækin og lykilstaðir.
Flugklasinn Air 66N
Verkefni Flugklasans í gegnum árin, skýrslur, fréttir og önnur gögn.
Norðurstrandarleið
Handbækur, skráning og þróun á verkefni.
Okkar Auðlind
Þau sem starfa í ferðaþjónustu þekkja vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Þau vita hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á Íslandi vex og dafnar. Þau þekkja hvernig ferðaþjónustan skapar Íslandi gott orðspor og hvernig sífellt fleiri líta til Íslands þegar kemur að því að ferðast á öruggan stað þar sem óspillt náttúran spilar lykilhlutverk.

Yfirlit yfir starfsemi MN árið 2022