Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir frá starfinu

  • Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

    Öflugt markaðsstarf er lykilþáttur í því að stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar, ferðaþjónusta, geti haldið áfram að vaxa og dafna. Í samkeppni við önnur lönd og önnur svæði á Norðurslóðum er mikilvægt að halda því á lofti sem gerir Ísland að einstökum áfangastað. Tækifæri eru til staðar í vetrarferðaþjónustu um allt land til að nýta betur þá fjárfestingu sem bæði hið opinbera og einkageirinn hafa ráðist í á undanförnum árum. Þannig eykst verðmætasköpun allan ársins hring.
  • easyJet kynnir Norðurland í breskum miðlum

    Markaðsdeild easyJet hefur að undanförnu unnið að nýju kynningarefni um Norðurland, með aðstoð frá Markaðsstofu Norðurlands. Síðustu vikur hefur meiri áhersla verið lögð á flug frá Manchester, en þó fjallað um áfangastaðinn í samhengi við flug frá bæði London og Manchester.
  • Fish&Chips Lake Mývatn í úrslit í alþjóðlegri samkeppni

    Veitingastaðurinn Fish&Chips Lake Mývatn er kominn í úrslit í alþjóðlegum flokki í samkeppninni „The National Fish and Chips Award 2026“ en tilkynnt verður um sigurvegara í London þann 25. febrúar næstkomandi.
  • Spjallfundir um gervigreind

    Rögnvaldur Már og Katrín verða á ferðinni í desember og bjóða upp á spjallfundi um notkun gervigreindar í markaðssetningu, mikilvægi þess að vera með góðan vef, notkun mynda og fleira.

Verkefni

Áfangastaðaáætlun
Áfangastaðaáætlun Norðurlands er unnin af Markaðsstofu Norðurlands (MN) í samstarfi við Ferðamálastofu og nær yfir allt starfssvæði MN eða frá Hrútafirði yfir á Bakkafjörð
Demantshringurinn
Vörumerkið, fyrirtækin og lykilstaðir.
Flugklasinn Air 66N
Verkefni Flugklasans í gegnum árin, skýrslur, fréttir og önnur gögn.
Norðurstrandarleið
Handbækur, skráning og þróun á verkefni.
Samstaða um sjálfbæra ferðaþjónustu
Mörg ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi hafa tileinkað sér gildi sjálfbærar þróunar.
Starfsemin árið 2024
Okkar Auðlind
Þau sem starfa í ferðaþjónustu þekkja vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Þau vita hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á Íslandi vex og dafnar. Þau þekkja hvernig ferðaþjónustan skapar Íslandi gott orðspor og hvernig sífellt fleiri líta til Íslands þegar kemur að því að ferðast á öruggan stað þar sem óspillt náttúran spilar lykilhlutverk.