Fara í efni

Árskógssandur

- Einstök upplifun

Árskógssandur í Dalvíkurbyggð er þéttbýliskjarni sem stendur niður við sjó og tengir saman land og eyju en skipið Sævar siglir milli Árskógssandar og Hríseyjar.

Á Árskógssandi má finna Bruggsmiðjuna sem framleiðir bjórinn Kalda en þar er hægt að panta kynningu þar sem farið er yfir framleiðsluna og sögu fyrirtækisins. Bjórböðin er einnig að finna á Árskógssandi en þau eru einstök sinnar tegundar á Íslandi. Í Bjórböðunum er ýmist hægt að baða sig í bjór eða í útipottunum sem bjóða uppá stórfenglegt útsýni. Þar er einnig dýrindis veitingastaður þar sem hægt er að gæða sér á réttum af fjölbreyttum matseðli, en þar er sérstaklega vinsæll svokallaður Kaldaborgari.

Nálægð við náttúruna er mikil og mikið er um gönguleiðir við allra hæfi í nágrenninu.

Láttu sjá þig á Árskógssandi og njóttu alls þess dásamlega sem þorpið hefur upp á að bjóða. Upplifðu kyrrðina, öryggið og dásamlegt útsýnið.

Á Árskógssandi er nefnilega ánægjulegt allan ársins hring.

Bjórböðin

Bjórböðin

Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í a
Hríseyjarferjan Sævar

Hríseyjarferjan Sævar

Áætlun Sævars Síminn í ferjunni er 695 5544 Gildir allt árið Frá Hrísey Frá Árskógssandi 07:00  07:20  (Virka daga - þarf að panta á laugardög
Hotel Kaldi

Hotel Kaldi

Hotel Kaldi er lítið og huggulegt hótel staðsett á Árskógssandi. Þar eru 5 tveggja manna herbergi, öll með sérbaðherbergi, flatskjá, skrifborði og kaf

Aðrir (3)

Bruggsmiðjan Öldugata 22 621 Dalvík 861-3007
L&L Bed&Breakfast Árbakki 621 Dalvík 852-7063
Sky Sighting Iglúhús Árbakki 621 Dalvík 852-7063