Fara í efni

Heilsuferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit

Ferðalagið byrjar strax inn af Akureyri og leiðir þig innar í dalinn á sama tíma og þú tengist þér á dýpri hátt. Hér er hægt að fara í tónheilun, yoga, spa, tengjast við náttúruna, náttúruandana og fara í hinar ýmsu helgiathafnir. 

Finndu innri frið, slökun og lærðu aðferðir til þess að vera bara núna með því að tengjast þínu innra helga sjálfi. Njóta líðandi stundar, núna. 

Iceland Yurt
Iceland Yurt býður upp á einstaka gistingu í Mongólíu tjöldum (Ger/Yurt) allan ársins hring í rólegu og náttúrulegu umhverfi með stórkostlegt fjallaútsýni og útsýni yfir Eyjafjörð og Akureyri. Einnig eru þau með Gaia hofið þar sem boðið er upp á námskeið og heilsumeðferðir fyrir ferðamenn, náttúruunnendur og þá sem vilja efla eigin heilsu og innri styrk.Þetta býður upp á meiri meðvitund um náttúruna og umhverfið jafnt sem eigið andlegt og líkamlegt jafnvægi. Gaia hofið, námskeið og tónheilun Þóra Sólveig býður upp á námskeið, hugleiðslur, athafnir, hreyfingu í núvitund/dans, djúpa slökun og tónheilun. Solla spilar á gong, kristal hljómskálar og önnur heilandi hljóðfæri fyrir einstaklinga, pör og hópa í náttúrunni eða inni í Gaia hofinu í okkar einstaka hand útskorna Yurt. Hægt er m.a. að bóka einkatíma í hljóðheilun með kristal tónkvísl og hreinum kjarnaolíum.  Nokkur orð frá gestum okkar: Gisting í Yurt: ‘Amazing yurt, very cozy and warm. Beautiful view in such a quiet place’ ‘This place is truly amazing. The kids will be talking about their stay in the yurt for a long time to come´ ´This was such a fun and memorable experience for myself, my husband, and our 2-year old son.´ ´We stayed at Iceland Yurt with three of us when travelling around Iceland in August. I have never slept in a yurt before and I am really impressed how clean and comfortable everything was. The yurt is really cozy with a stove in the middle, the beds are great and there are plenty of woollen blankets and pillows. We fell asleep listening to the light drizzle of rain outside and woke up next morning to a beautiful view over Akureyri and with a great breakfast lovingly prepared in a small cooling box. The hosts are so nice and welcoming and I'll gladly stay here again.´ Heilsumeðferð í Gaia hofinu: ´Amazing experience with Solla- felt like a part inside of me was awaken again and I felt new born after!! I felt like in peace surrounded with relaxing and nourishing healing bowls and  gong sounds, touching the body and soul- and Solla guided me with a respectful and intuitive way through sounds and touch to remember my own being again. A deep and healing experience - I warmly recommend to receive a healing session with Solla! So grateful to get the first private session with her!´ (in the Gaia Temple).
Inspiration Iceland
Inspiration Iceland er fyrirtæki sem leggur áherslu á lifandi og skemmtileg ferðalög.  Við bjóðum uppá ævintýraferðir til orkustaða og náttúrulinda, heilsu- og jóga ferðalög undir miðnætursólinni og norðurljósunum. Inspiration iceland býður uppá dagsferðir, slökunardaga og spennandi vikulöng vellíðunar-, heilsu- eða yogafrí. Við bjóðum upp á glæsilegar vellíðunar- og ævintýraferðir á 66°  North.Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Sundlaugin Hrafnagili
Sundlaug Eyjafjarðarsveitar var vígð eftir endurbætur í ársbyrjun 2007. Laugin sjálf er 10 x 25 metrar og við hana stór vaðlaug sem er einstaklega skemmtilegt buslusvæði fyrir börnin en jafnframt notalegt sólbaðssvæði fyrir þá sem eldri eru. Að auki er við sundlaugina heitur pottur, kalt kar (yfir sumartímann) og eimbað að ógleymdri stórri vatnsrennibraut sem ætíð er líf og fjör í kringum. Svæðið hentar sérlega vel barnafjölskyldum, enda skipulagt þannig að gott er að sjá yfir það allt hvort sem er frá sundlaug, vaðlaug eða potti.  Í sundlauginni er gott aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga. Hægt er að fá einkaklefa, sturtustóll er til staðar og lyftur eru í pottinn og sundlaugina.  Að auki er rampur frá bakka og niður að sundlaug sem auðveldar aðgengi fyrir einstaklinga í hjólastól. Vetraropnun íþróttamiðstöðvar: Mánudaga-fimmtudaga:06:30-08:00 og 14:00-22:00Föstudaga:06:30-08:00 og 14:00-19:00Laugardaga og sunnnudaga: 10:00-19:00 Sumaropnun íþróttamiðstöðvarOpið virka daga frá kl. 06:30-22:00Opið um helgar frá kl. 10:00-20:00 Fullorðnir Eitt skipti - 950 kr. 10 miðar - 5.200 kr. 30 miðar - 10.500 kr. Árskort - 33.000 kr. Börn 6-17 ára Eitt skipti - 300 kr. 10 miðar - 2.500 kr. Árskort - 2.500 kr. Eldri borgarar 67+ Eitt skipti - 450 kr. 30 miðar - 10.500 kr. Árskort - 16.500 kr. Leiga Sundföt - 700 kr. Handklæði - 700 kr. Leiga á handklæði og sundfötum saman - 1.100 kr. Sund + leiga á handklæði og sundfötum - 1.700 kr. Öryrkjar fá frítt í sund