Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Matarstígur Helga Magra

Í Eyjafjarðarsveit er hægt að taka þátt í frábærri matarupplifun með heimamönnum. Matarflóran í þessari blómlegu sveit er mjög fjölbreytt. Hægt er að smakka og kaupa íslenskar afurðir eins og nautakjöt, lambakjöt, papriku, egg, kartöflur, heimalagaðan ís og ekta hunang. Veitingastaðir og kaffihús á svæðinu leggja sig fram við að nýta hráefnið sem best úr firðinum. Ferðaþjónustuaðilar hafa stofnað svokallaðan matarstíg. Með honum viljum við varðveita og kynna matvælaframleiðslu og matarmenningu á svæðinu, auka þekkingu á framleiðslunni og skapa tækifæri fyrir bændur til að fullvinna afurðir sínar. Lautarferðakarfa er afrakstur samvinnu bænda og ferðaþjónustuaðila. Í henni er að finna afurðir frá sjö bændum. Einnig eru haldnir hinir ýmsu matartengdu viðburðir  þar sem gestir geta smakkað og fræðst um framleiðsluna á svæðinu. Á sumrin er haldin skemmtilegur og lifandi matarmarkaður á Hrafnagili. Á vefsíðunni www.helgimagri.is má sjá meira um matarstíginn.

Lamb Inn
Aðeins 10 km frá Akureyri má finna Lamb Inn á Öngulsstöðum,  í kyrrlátu og notalegu umhverfi. Árið 1996 var fjósi breytt í í fallega gistiaðstöðu með uppábúnum rúmum. Morgunverðahlaðborð er borið fram í hlýlegum sal sem áður var hlaða, þar er áherslan lögð á heimagert góðgæti eins og brauð og kökur, sultur og marmelaði, osta og fleira. Lamb Inn veitingastaður opnaði á Öngulsstöðum 2012. Þar er áherslan á íslenska lambið og einkennisréttur veitingastaðarins er gamaldags eldað lambalæri í heilu lagi, með heimalöguðu rauðkáli, brúnuðum kartöflum, grænum baunum, sósu og rabbarbarasultu. Sá réttur hefur slegið í gegn meðal innlendra sem erlendra ferðamanna. Fiskur er líka á matseðlinum ásamt fleiri réttum. Yfir vetrartímann er eldhúsið ekki opið daglega, en hægt að panta mat með fyrirvara. Í nágrenninu má finna margskonar afþreyingu við allra hæfi. Fallegar gönguleiðir eru á svæðinu bæði upp til fjalla og niður á engjar, hestaferðir, söfn, kirkjur, golfvöll, kaffihús og krá, sundlaug, gallerí og fleira. Heitur pottur er við hótelið með frábæru útsýni yfir Eyjafjörðinn og er hann mikið notaður af gestum okkar. Í honum er gott að slappa af eftir ferðalög dagsins eða ánægjulegan dag í Hlíðarfjalli. Hjá okkur er hægt að þurrka skíðaföt og búnað yfir nóttina. Frír netaðgangur er fyrir gesti hótelsins. Lamb Inn er frábærlega staðsettur fyrir ferðamenn sem vilja skreppa í dagsferðir um allt Norðurland. Hann er líka tilvalinn fyrir skíðaáhugafólk sem nýtir sér frábæra skíðaaðstöðu á Norðurlandi. Gamli bærinn á Öngulsstöðum er afar merkilegur í byggingasögulegu tilliti. Hann hefur verið í endurbótum undanfarið og þar hefur verið opnað safn sem hótelgestir geta skoðað án endurgjalds. Hann er vinsæll fyrir smærri móttökur og heimsóknir hópa á ferð sinni um Eyjafjörð.   Yfir vetrartímann er góður fundarsalur Lamb Inn nýttur fyrir fundi, námskeið og smærri ráðstefnur. Hann er vel tækjum og búnaði búinn. Það er vinsælt að smærri fyrirtæki og hópar komi í funda- og hópeflisferðir á Lamb Inn og þá nýtist öll aðstaða hótelsins vel.   Á Lamb Inn er opið allt árið. Hafið samband og kannið kjör og tilboð sem í boði eru. Bjóðum stéttarfélögum og starfsmannafélögum upp á sérkjör á gistingu.  
Hælið - Setur um sögu berklanna
HÆLIÐ setur um sögu berklanna  Andi liðins tíma svífur yfir vötnunum og sagan er allt í kring. Áhrifarík og sjónræn sýning um sorg, missi og örvæntingu en ekki síður von, æðruleysi og lífsþorsta. Opnunartímar:Júní-ágúst: Alla daga 13:00-17:00Maí og september: Um helgar 14:00-17:00 Opnum fyrir hópa eftir samkomulagi.
Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Smámunasafnið hefur þá sérstöðu að vera ekki safn einhverra ákveðinna hluta heldur allra mögulegra hluta. Hversdagslegir hlutir eru þar mitt á meðal afar óhefðbundinna hluta. Því hefur safnið stórkostlegt menningarlegt gildi fyrir okkur og komandi kynslóðir. Í raun má segja að í safninu finnist flest það sem tengist byggingu húsa allt frá minnsta nagla til skrautlegustu gluggalista og hurðahúna. Boðið er uppá leiðsögn um safnið, leikhorn fyrir börnin, Smámunabúð með handverki og ilmandi vöfflukaffi á Kaffistofu safnsins. Eyjafjarðarsveit fann safninu stað í Sólgarði, 27 km sunnan Akureyrar. Saurbæjarkirkja, ein af 6 torfkirkjum á Íslandi er rétt við safnið og hægt er að skoða nánar. 1.júní - 15. september er opið alla daga 13:00-17:00 Einnig opið fyrir hópa eftir samkomulagi.         

Aðrir (1)

Brúnir - Horse, Home food and Art Brúnir 605 Akureyri 863-1470