Fara í efni

Jökulsárgljúfur, Vatnajökulsþjóðgarður

Tveggja daga gönguleið liggur um Jökulsárgljúfur, milli Dettifoss og Ásbyrgis. Fjölbreytileiki landslagsins er einstakur og andstæður í umhverfinu fanga augað við hvert fótspor: hrikaleg gljúfur, kyrrlátar tjarnir, tærar lindir, úfin jökulsá, gróskumikill skógur og grýttur melur.

Bílastæði og vegnúmer að gönguleið.
Malbikað við Dettifoss, malarstæði í Ásbyrgi. Vegnúmer 85 / 862

Salerni, ruslafötur og drykkjarvatn.
Klósett er á leiðinni en ekki ruslafötur. Drykkjarvatn er við Ásbyrgi.

Athugasemdir vegna gönguleiðar.
Óuppbyggður stígur og ein lítil á sem þarf að vaða.

Vinsamlegast gangið ekki utan stíga og virðið gróður og dýralíf.