Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

  • Vissir þú að stofnstærð gömlu íslensku hænsnanna er nú áætluð um 3.000 fuglar?
  • Vissir þú að árið 2003 var stofnað félag til verndar íslensku hænunni?

Sögulegar vísbendingar eru um flutning hænsna til landsins ásamt öðru búfé landsmanna. Þó virðist líklegt að þessi upprunalegi stofn hafi verið nær aldauða seint á 18. öld. Þessum hænsnum var og er enn haldið í litlum hópum og eru þekkt fyrir mikla litafjölbreytni. Þau virðast vera af fornum uppruna, sennilega skyld gamla norska hænsnakyninu frá Jaðri. Rannsóknastofnun landbúnaðarins gerði sérstakt átak árið 1974 til að varðveita það sem eftir lifði af hinum upprunalega stofni en hann var trúlega orðinn nokkuð blandaður erlendum hænsnakynjum sem flutt voru inn á 19. og 20. öld. Þetta framtak jók áhuga á gömlu íslensku hænsnunum sem gæludýrum og til framleiðslu eggja í smáum stíl.

Íslenskar hænur og hanar hafa, auk mikils litaskrúðs, verulega fjölbreytni í stærð og gerð kambs og sum þeirra hafa fjaðraskúf á haus. Þótt hænurnar verpi færri eggjum á ári en innfluttir Leghorn-blendingar, þá eru þær íslensku þekktar fyrir hreysti, langlífi og ágæta móðureiginleika.

Vilt þú koma í heimsókn?

Aðrir (1)

Daladýrð Brúnagerði 601 Akureyri 863-3112

Skoða fleiri húsdýr