Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Skíðasvæði Norðurlands

freydis-heba-2-12.jpg
Skíðasvæði Norðurlands

Á Norðurlandi eru fimm skíðasvæði, með fjölbreyttu landslagi og brekkum sem hæfa öllum hópum. Boðið er upp á skíði til leigu, börn geta farið í sérstaka skíðaskóla og fullorðnir geta sömuleiðis fengið kennslu fyrir öll getustig.

Hægt er að kaupa 5x5 passa, sem gildir á öll skíðasvæðin. Með passanum er hægt að skíða í fimm daga og því upplagt að nýta sér hann til að kynnast öllum svæðunum.

Gönguskíðafólk finnur hér langar og skemmtilegar brautir, á svæðum þar sem nánast má ganga að því sem vísu að snjórinn kemur snemma og fer seint. 

Þeir sem vilja fara á skíði utan skíðasvæðanna geta nýtt sér þjónustu þeirra sem bjóða upp á ferðir fyrir fjallaskíðafólk, sem vill ganga sjálft upp, fara með troðurum eða snjósleðum og auðvitað með þyrlum. 

Vetrarævintýri á Norðurlandi er ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri