Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Sundlaugar

hofsos-sundlaug_raggi-holm_-ma-nota.jpg
Sundlaugar

Fjölmargar sundlaugar eru á Norðurlandi.  Flestar eru útilaugar sem eru hitaðar með jarðhitavatni.  Einstaka sundlaugar eru hitaðar upp með öðrum hætti og eru það oftast innilaugar.  Sundlaugarnar voru í fyrstu byggðar sem kennslulaugar, en með árunum hafa verið bætt við þjónustuna með heitum pottum, eimböðum, gufuböðum, ljósabekkum, vatnsrennibrautum, barna og busllaugum ásamt leiktækjum fyrir börn.
  
Á Norðurlandi eru mörg jarðhitasvæði og sum þeirra eru hreinustu gersemar frá náttúrunnar hendi. Má þar nefna Kverkfjallasvæðið, Námafjall og Þeystareyki sem dæmi um einkar litskrúðug háhitasvæði. Við Kjalveg eru tvö vel þekkt og falleg jarðhitasvæði: í Kerlingarfjöllum og Hveravellir. 

Jarðböðin í Mývatnssveit er sérstök perla. Eiginleikar vatnsins eru sérstakir, það inniheldur ýmis jarðefni, er basískt og hentar því einkar vel til böðunar. Vegna efnainnihaldsins þrífast óæskilegar bakteríur og gróður ekki í lóninu svo ekki þarf að blanda klór eða öðrum sótthreinsiefnum í vatnið. Í gufubaðsklefunum þremur er hrein og ómenguð náttúrugufa sem stígur beint upp úr jörðinni.

Komdu og slakaðu á í baðlóni einstakrar náttúru!

Aðrir

Sundlaugin Húnavöllum
  • Húnavellir
  • 541 Blönduós
  • 453-5600
Heiðarbær
  • Reykjahverfi
  • 641 Húsavík
  • 464-3903
Ferðaþjónustan Steinsstöðum
  • Lambeyri Steinstaðabyggð
  • 560 Varmahlíð
  • 899-8762, 453-8812

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri