Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sigling útí eyjur

Hægt er að fara í fjölbreyttar siglingar útí 4 mismunandi eyjur Norðurlands. Fjölskrúðugt fuglalíf hvert sem litið er og hægt að freist þess að sjá hvali að leik í sínu náttúrulega umhverfi.

Hægt er að fara í fjölbreyttar siglingar út í mismunandi eyjur Norðurlands. Fjölskrúðugt fuglalíf er að finna hvert sem litið er og hægt að freista þess að sjá hvali að leik í sínu náttúrulega umhverfi. 

  • Ef þig dreymir um að fara yfir heimskautsbaug þá er Grímsey rétti staðurinn. Grímsey er einstaklega falleg eyja með fjölbreyttu fuglalífi og kröftugu mannlífi.  
  • Hrísey er sannkölluð perla Eyjafjarðar. Það tekur einungis 15 mínútur að sigla frá Árskógssandi og í Hrísey er hægt að eiga notarlegan tíma í þorpinu sjálfu eða taka göngu útí náttúruna.
  • Á sumrin er hægt er að komast daglega útí Drangey. Hver kannast ekki söguna um útlagan Gretti sterka sem hafðist við í eyjunni síðustu ár sín. Í eyjunni er að finna mikið af svartfuglategundum  
  • Það er sannkölluð upplifun að heimsækja Flatey, í raun eins og að fara aftur í tímann. Síðustu íbúarnir fluttu þaðan 1968 en eyjan er einstaklega falleg og fuglalífið fjölbreytilegt.