Fara í efni

Condor hættir við áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða

Þýska flugfélagið Condor hefur ákveðið að hætta við allt flug frá Frankfurt til Akureyrar og Egilsstaða í sumar.

Vinnustofur og ferðakaupstefnur í mars

Starfsfólk Markaðsstofu Norðurlands hefur verið á ferð og flugi í mars.

Aukin hæfni starfsfólks – fjársjóður í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks.

Aldrei meira úrval í millilandaflugi

Úrval áfangastaða sem hægt er að heimsækja með beinu flugi frá Akureyrarflugvelli hefur aldrei verið meira en nú. Alls eru áfangastaðirnir sex talsins, sem flogið er til á árinu 2023 auk áfangastaða sem ferðaskrifstofur bjóða sérstaklega upp á í pakkaferðum.

Fjármögnun fyrir fyrirtæki í stafrænni vegferð

Íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum býðst að fá styrk í tengslum við verkefnið Tourbit sem Íslenski ferðaklasinn er hluti af.

Fundir um sögutengda ferðaþjónustu

Markaðsstofa Norðurlands verður á ferðinni í Húnavatnssýslum og Skagafirði fimmtudaginn 9. febrúar til að kynna og fara yfir verkefni sem tengjast söguferðaþjónustu á svæðinu.

Mannamót aldrei verið fjölmennari

Það voru á annað þúsund manns í Kórnum í Kópavogi á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna 2023.

Tvö hundruð mættu á vinnustofu með Condor

Þriðjudaginn 24. janúar stóð þýska flugfélagið Condor fyrir rafrænni vinnustofu, með Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú

Árið byrjar af krafti í ferðaþjónustu á landsvísu

Gert er ráð fyrir að fjöldi gesta á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna verði á bilinu 600-800 og því má með sanni segja að árið 2023 byrji með krafti í ferðaþjónustu.

Ferðasýningar og vinnustofur haustsins

Starfsfólk MN var á ferð og flugi í allt haust, á ferðasýningum og vinnustofum erlendis. Þar kynnum við áfangastaðinn Norðurland, segjum frá því hvað norðlensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða og svörum spurningum sem koma upp. Fundir á slíkum viðburðum eru afar þýðingarmiklir og hafa skilað góðum árangri í gegnum tíðina.

Samstaða og slagkraftur skilar árangri

Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli.

Edelweiss Air flýgur til Akureyrar frá Zurich

Eitt fremsta flugfélag Sviss, Edelweiss Air, mun hefja áætlunarflug til Akureyrar frá Zurich næsta sumar. Flogið verður á föstudögskvöldum til Akureyrar og svo strax til baka til Zurich í næturflugi.