Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Menntamorgun ferðaþjónustunnar - Ráðningar og Z kynslóðin

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 10. apríl 2024 kl. 9-9:45. Fundurinn verður í streymi.

Sögur í markaðsstarfi - vinnustofa

Þriðjudaginn 30.apríl, kl.13:00-15:30 á Greifanum Akureyri, verður haldin vinnustofa þar sem við lærum að finna sögurnar sem leynast alls staðar í kringum okkur, vinna með þær og miðla þeim til viðskiptavina. Við skyggnumst aðeins inn í af hverju sögur virka í markaðsstarfi, sögur á mismunandi miðlum og fáum hagnýt ráð og tól til að vinna eigin sögur áfram.
Flugvél easyJet á Akureyrarflugvelli

easyJet byrjað að selja flugferðir út febrúar til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í morgun flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024- febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til og frá Akureyri á þessu tímabili, sem bætist við október og nóvember sem áður hafði verið tilkynnt um.

Stafræna hliðin með Rögnvaldi Má

Næstu mánuði verður hægt að bóka 30-45 mínútna fjarfundi með Rögnvaldi Má Helgasyni, verkefnastjóra útgáfu og almannatengsla, þar sem samstarfsfyrirtæki geta sótt sér þekkingu á gagnagrunni Ferðamálastofu, fræðst um mikilvægi upplýsinga á heimasíðum og samspili þeirra við samfélagsmiðla.

Súpufundir með Markaðsstofu Norðurlands vorið 2024

Markaðsstofa Norðurlands býður upp á súpufundi víðsvegar um Norðurland frá 12. mars - 16. apríl.

„Það er svo sannarlega hægt að efla ferðaþjónustuna yfir veturinn“

„Beint millilandaflug inn á Akureyri eykur auðvitað aðgengið inn á svæðið okkar. Það er styttra að koma til okkar og þess vegna skiptir það máli. Það er líka auðvitað yfir vetrartímann, ekki alltaf fært landleiðina, en það er fært loftleiðina. Þannig að það hefur mikil áhrif“ segir Freyja Rut Emilsdóttir, framkvæmdastjóri 1238: Battle of Iceland.

Upptaka frá kynningu Chris Hagan á breskum markaði

Chris Hagan hélt kynningu á breskum ferðaþjónustu markaði fimmtudaginn 8. febrúar, en fundurinn var lokahnykkur í verkefninu Straumhvörf sem snerist um vöruþróun í ferðaþjónustu vegna millilandaflugs um Akureyri og Egilsstaði. Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum, sem haldinn var á Teams. 

Umfjöllun um Norðurland í breskum fjölmiðlum

Um miðjan janúar komu blaðamenn og fulltrúar frá easyJet og easyJet Holidays í ferðalag um Norðurland. Markmiðið var að kynna áfangastaðinn í samvinnu við easyJet, Íslandsstofu og samstarfsfyrirtæki MN.

Samtal um aðgerðaáætlun ferðamála til 2030 - fundir 14. og 15. febrúar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra býður til opinna umræðu- og kynningarfunda um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Fundirnir eru haldnir víðs vegar á landinu og má sjá dagskrá hér fyrir neðan. Fyrstu viðkomustaðir í hringferð ráðherra er Akureyri og Sauðárkrókur.

Kynningarfundur um breska ferðamenn

Fimmtudaginn 8. febrúar, klukkan 14:00 verður haldinn kynningarfundur á breskum markaði fyrir íslenska ferðaþjónustu, en fundurinn er ætlaður ferðaþjónustufyrirtækjum á Norðurlandi og Austurlandi.
Mynd frá Isavia.

Flugvél Kontiki lenti á Akureyri í fyrsta sinn

Flugvél á vegum svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki lenti á Akureyrarflugvelli í gær, í beinu flugi frá Zurich í Sviss. Flogið verður vikulega á sunnudögum næstu sex vikurnar, en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á vetrarferðir til Akureyrar frá þessari stærstu borg Sviss.

„Beint millilandaflug til Akureyrar, myndi velta steininum fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi“

„Beint millilandaflug til Akureyrar, myndi velta steininum held ég fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi og vonandi er þetta bara upphafið að einhverju meira þar. Það er gríðarlega langt til Keflavíkur, þó að okkur sem búum fyrir norðan finnist það kannski ekki þegar við erum að fara til útlanda. Fyrir fólk sem ætlar að stoppa stutt á Íslandi, þá er alveg drjúglangt að fara norður í land,“ segir Fjóla Viktorsdóttir, meðeigandi ferðaþjónustunnar á Syðra-Skörðugili í nýjasta myndbandinu í seríunni Okkar Auðlind.