Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vetrarhátíð við Mývatn

Í byrjun mars verður Vetrarhátíð við Mývatn haldin, nánar tiltekið 4.-13. mars. Þessi einstaka hátíð hefur skipað sér sess sem einn skemmtilegasti vetrarviðburður Norðurlands þar sem vetraríþróttir eru stundaðar, bæði hefðbundnar og óhefðbundnar.

Í byrjun mars verður Vetrarhátíð við Mývatn haldin, nánar tiltekið 4.-13. mars. Þessi einstaka hátíð hefur skipað sér sess sem einn skemmtilegasti vetrarviðburður Norðurlands þar sem vetraríþróttir eru stundaðar, bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Gönguskíðaspor verða lögð víðsvegar um svæðið, skíðalyftan í Kröflu verður opin ef veður leyfir og svo er tilvalið að skella sér í hundasleðaferðir, á vélsleða eða ganga um og njóta þeirra náttúruundra sem finna má í Mývatnssveit. Jarðböðin í Mývatnssveit taka alltaf vel á móti gestum og ferðaþjónustan í sveitinni býður upp á ýmis konar tilboð á gistingu, mat og afþreyingu.


Mývatn er alla jafna ísi lagt að stórum hluta og gestir fengið að prófa að fara á hestabak á ísnum, í umsjón hestamannafélagsins Þjálfa. Laugardaginn 6. mars er svo keppt á hestunum á ísnum. Frá 12.-13. mars verður Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands haldið og eru greinarnar fjölmargar, og aldursflokkar keppenda sömuleiðis. Sömu helgi verður einnig keppt í Snjókrossi í Kröflu.

Að lokum skal nefna hina goðsagnakenndu keppni Mývatnssleðinn, þar sem tveir keppendur eiga að koma með heimasmíðaðan sleða til að komast í gegnum ákveðnar brautir. Smelltu hér til að skoða dagskrá.

Stefndu norður í mars og upplifðu alvöru vetrarævintýri á Norðurlandi!