Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðabloggið

Af hverju Norðurland?

Norðurland hefur uppá margt að bjóða og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Náttúran er stórkostleg, afþreyingin fjölbreytt, maturinn góður og fólkið vingjarnlegt. Hægt er að keyra eftir hinum venjulega hringvegi eða fara út fyrir alfaraleið og prófa að keyra ferðamannaleiðirnar Norðurstrandarleið og Demantshringinn.

Upplifðu hvalaskoðun á Norðurlandi

Hvalaskoðun á Norðurlandi er ein vinsælast afþreyingin sem er í boði – og ekki að ástæðulausu. Síðustu ár hefur það verið nánast öruggt að það sjáist til hvala í hverri einustu ferð yfir sumartímann sem hvalaskoðunarfyrirtækin hafa farið.