Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Dettifoss - Selfoss og Hafragilsfoss

Júlli leiðsögumaður heldur áfram leið sinni um Demantshringinn og fer frá Ásbyrgi um nýjan Dettifossveg meðfram Jökulsárgljúfrum.

Júlli leiðsögumaður heldur áfram leið sinni um Demantshringinn og fer frá Ásbyrgi um nýjan Dettifossveg meðfram Jökulsárgljúfrum. Gróðursældin í Hólmatungum er ótrúleg andstæða sandanna og klettanna í kringum Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss. Það er enginn foss kraftmeiri í Evrópu en Dettifoss - þetta er foss sem allir ættu að koma að einhvern tíma yfir ævina, og nú er svo sannarlega tækifærið eins og Júlli nýtti sér.