Upplýsingar um verð
Skáksamband Íslands var stofnað í læknisbústaðnum á Blönduósi 23. júní 1925. Sex skákfélög af Norðurlandi stofnuðu sambandið. Það voru Skákfélag Blönduóss, Skákfélag Sauðárkróks, Skákfélag Hörgdæla, Skákfélag Akureyrar, Skákfélag Hvammstanga og Skákfélag Siglufjarðar. Þrjú þessara félaga eru enn til. Skákfélög Akureyrar, Sauðárkróks og Siglufjarðar.
Í tilefni af 100 ára afmælis Skáksambandsins verður brugðið á leik. Opna Íslandsmótið í skák (Icelandic Open) verður haldið á Blönduósi dagana 15.-21. júní. Mótið fer fram við afar skemmtilegar aðstæður í Krúttinu sem áður hýsti brauðgerðina Krúttið.
Aðalfundur Skáksambands Íslands verður haldinn laugardaginn 14. júní í félagsheimilinu á Blönduósi. Fyrir mót mun fráfarandi stjórn SÍ halda sinn síðasta stjórnarfund í læknishúsinu og eftir aðalfundinn mun ný stjórn halda sinn fyrsta stjórnarfund í sama húsi!
Að lokinni síðustu umferð mótsins, laugardaginn, 21. júní, fer fram afmælishátíð SÍ með hátíðarkvöldverði.
Sunnudaginn, 22. júní, fer fram Blönduós Blitz sem verður sterkt hraðskákmót væntanlega með þátttöku þekktra erlenda skákmanna.
Alls konar skemmtilegir hliðarviðburðir fara fram mótinu samhliða. Nánar um það síðar!
Hægt verður að fyrir áhugasama, þá sem vilja sækja aðalfundinn eða Blönduós Blitz að fá herbergi í Hótel Blönduósi eða í sumarbústöðum í Glaðheimum á góðum kjörum.