Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Berjadagar á Ólafsfirði

14.-17. júní

Berjadagar er fjölskylduvæn þriggja til fjögurra daga tónlistarhátíð sem fram fer ár hvert í Ólafsfirði í Fjallabyggð, Norðurlandi eystra þegar aðalbláberin fara að taka á sig svartan lit og dísætt bragðið. Hátíðin var stofnuð 1999 og hefur fest sig í sessi. Frítt er inn fyrir 18 ára og yngri á alla viðburði hátíðarinnar! Á Berjadögum tónlistarhátíð koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í kynngimögnuðum tónlistarsölum sem gera upplifun af klassískum tónleikum einstaka. Í Ólafsfirði eru 14 dalir og hátíðin býður því upp á göngu með náttúruskoðun, brunch á Kaffi Klöru, skógrækt, listsýningu í Pálshúsi og ekki síst glæsilega tónleika í Menningarhúsinu Tjarnarborg og í Ólafsfjarðarkirkju. Á hátíðinni hljómar klassísk tónlist, djass, brasilísk tónlist, þjóðlög, íslensk sönglög og ópera. Berjadagar voru stofnaðir með einkunnarorðin ,,Náttúra og listsköpun” í huga af Erni Magnússyni píanóleikara. Listrænn stjórnandi frá 2013 er bróðurdóttir hans Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari

GPS punktar

N66° 4' 18.502" W18° 38' 50.987"

Staðsetning

Ólafsfjörður, Fjallabyggð, Norðurland eystra, 625, Ísland

Sími