Upplýsingar um verð
0 kr.
Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir er fjölskylduhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina á Akureyri ár hvert.
Hátíðin býður upp á fjölda viðburða og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem er í boði er tívolí, barnaskemmtun, Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju, markaðsstemning í miðbænum, fjáröflunarviðburðurinn „Mömmur og möffins“ og „Sparitónleikar“ á lokakvöldinu sem eru stærstu tónleikar hátíðarinnar. Þar koma fram þekktustu söngvarar landsins, hljómsveitir og upprennandi stjörnur. Hátíðinni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu.