Fara í efni

Vetrarhátíð við Mývatn

3.-11. mars

Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Við hvetjum alla gesti til að heimsækja Mývatn og nágrenni og njóta þess sem náttúran hefur upp á að bjóða dagana 3.-12. mars 2023!

Það eru frábær tilboð í gistingu, bað og vélsleðaferðir á meðan hátíðin stendur yfir. Lærðu að dorga með heimamönnum, kíktu á sleðahundana hjá Snow dogs, fáðu þér eitthvað gott að borða og skoðaðu náttúruundur svæðisins. Það er af nógu að taka! Gönguskíðaspor verða víðsvegar um svæðið.

Fólk er hvatt til þess að taka með sér gönguskó, gönguskíði og svigskíði og njóta alls sem svæðið hefur upp á að bjóða á sínum forsendum.

GPS punktar

N65° 35' 52.720" W17° 0' 8.789"

Staðsetning

Mývatn

Sími