Upplýsingar um verð
Á Vatnsdæluhátíð verður boðið upp á náttúruhlaup og rathlaup laugardaginn 17. Ágúst 2024
Tvær vegalengdir verða í boði í náttúruhlaupi með tímatöku sem bæði verða ræst kl.11 frá bænum Vatnsdalshólum:
Gljúfurárhlaup 25K er með heildarhækkun 298m
Ranhólahlaup 11K er með heildahækkun 107m
Rathlaupi verður startað kl.11:15 og boðið upp á þrjár mismunandi brautir. Fyrir þá sem ekki þekkja rathlaup verður boðið upp á kennslu í rathlaupum föstudaginn 16.ágúst og er frítt fyrir alla en nauðsynlegt að skrá sig hér: https://forms.office.com/e/J8c0z5Jxfq
Skúlahólshlaup verður í boði fyrir krakka en það er í kringum hólinn Skúlahól en upp hann liggja trétröppur sem gjarnan eru kallaðar himnastigi.
Skráning í öll hlaup er hér: https://netskraning.is/vatnsdalsholahlaupid/