Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Opnun í Safnahúsinu á Húsavík - Rósa Sigrún Jónsdóttir

17. júní kl. 11:00-17:00

Upplýsingar um verð

Enginn aðgangseyrir á opnunardag
SÝNINGAROPNUN
RÓSU SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR
Í FORSTOFU SAFNAHÚSSINS Á HÚSAVÍK
17. JÚNÍ - OPIÐ 11-17.
 
VERIÐ VELKOMIN - KAFFI OG KONFEKT Í BOÐI HÚSSINS
 
„Þetta byrjaði með því að við hjónin tókum þátt í Úlfarsfellsáskoruninni. Þá átti fólk að halda skrokknum við með því að fara 100 ferðir á Úlfarsfellið á einu ári. Ég tíndi upp rusl á leiðinni og endaði með því að f létta þessu rusli saman við eitt og annað af vinnustofunni og úr urðu100 litlir skúlptúrar sem enn hafa ekki verið sýndir opinberlega.“
 
Rósa
 
Rósa Sigrún Jónsdóttir ólst upp við almenn sveitastörf í Fremstafelli í Ljósavatnshreppi. Hún útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og Listaháskóla Íslands 2001. Rósa hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og erlendis og tekið þátt fjölmörgum samsýningum.
Nú á síðustu árum má nefna sýningarstaði eins og Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Listasafnið á Akureyri. Erlendis hefur hún átt viðkomu í ýmsum löndum allt frá Grænlandi austur til Taiwan. Þótt Rósa vinni í ýmsa miðla þá hafa viðfangsefni hennar einkum verið textíltengdar innsetningar og skúlptúrar.

Staðsetning

Stórigarður 17, Húsavík, Iceland

Sími