Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sæskrímslin

12. júní kl. 17:15-18:15

Upplýsingar um verð

Aðgangur ókeypis

Hvað er að gerast á hafnarbakkanum? Fréttir hafa borist af því að togari á veiðum rétt fyrir utan landgrunnið hafi fengið risavaxna og áður óþekkta lífveru í trollið. Skömmu síðar varð hann vélarvana og sendi út neyðarkall. Togarinn hefur nú verið dreginn í höfn. Á meðan beðið er eftir viðbrögðum vísindamanna við þessu furðufyrirbæri gefst almenningi einstakt tækifæri til þess að berja ferlíkið augum. Eru sæskrímsli úr þjóðsögum okkar komin fram í dagsljósið og hvaða skilaboð færa þau okkur?

Sæskrímslin eru nýtt íslenskt götuverk af stærri gerðinni sem byggja á íslenskum þjóðsagnaarfi. Sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props standa að verkinu ásamt MurMur Productions en verkið er hluti af Listahátíð í Reykjavík, sem einnig er meðframleiðandi verksins.

Aðgangur er ókeypis og verkið er að mestu flutt án orða svo það er aðgengilegt fyrir öll, óháð tungumáli.

Að sýningunni lokinni verður boðið upp á opna sirkussmiðju þar sem börn og fullorðnir geta spreytt sig í ýmiskonar sirkuslistum.

Staðsetning

Naustagarður, Húsavíkurhöfn, Húsavík