Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Heilandi sumarsólstöðusigling á Skjálfanda

22.-23. júní

Upplýsingar um verð

185.000 kr. á mann

Langar þig að upplifa eitthvað einstakt í sumar?

Komdu með okkur í endurnærandi sumarsólstöðuævintýri á Skjálfanda! Norðursigling og jógakennararnir Huld Hafliðadóttir og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir hafa átt í góðu samstarfi um árabil þar sem heilandi tónar gongsins hafa sameinast skútusiglingum á Skjálfandaflóa með töfrandi árangri. Í sumar gefst þér tækifæri til að auka upplifunina enn frekar í þessari mögnuðu tveggja daga siglingu um Skjálfanda, fyrsta Vonarsvæðið við Íslandsstrendur. Við munum tengja við náttúru og dýralíf, njóta heilandi tóna gongsins á hljóðlátu skútunni Ópal, stíga í land á hinni sögufrægu Flatey á Skjálfanda þar sem við bjóðum upp m.a. upp á hugleiðslu í Arnargerði Stjörnu-Odda, frá 12. öld, núvtindargöngu, jóga og möntrusöng í fallegum vita. Við gistum um borð í skútu og njótum endurnærandi matar úr héraði.

Dagsetning: 22. – 23. júní 2024 (2 dagar og 1 nótt um borð)

Nánari upplýsingar hér:
https://www.northsailing.is/tour/solstice-meditation-journey/

Ef þetta ævintýri kallar á þig, ekki hika við að hafa samand við Líney liney@northsailing.is

GPS punktar

N66° 2' 35.940" W17° 20' 27.745"

Sími