Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Súlur Vertical

2.- 4. ágúst

Fjallahlaupið Súlur Vertical var fyrst haldið árið 2016 að frumkvæði Þorbergs Inga Jónssonar ofurhlaupara. UFA Eyrarskokk tók síðan við keflinu árið 2017 og hefur haldið hlaupið síðan.

Aðalleiðin er 55 kílómetra leið með 3.000 metra hækkun sem gefur 3 ITRA punkta. Hlaupið er upp á bæjarfjöllin Súlur og Hlíðarfjall og alla leið niður á Ráshústorgið þar sem hlaupararnir koma í mark með bros á vör.
Síðan eru í boði styttri vegalengdir. Annars vegar 28 km hlaup þar sem hlaupið er upp á Súlur og hins vegar 18 km hlaup sem hentar öllum sem hafa áhuga á utanvegahlaupum jafnt byrjendum sem lengra komnum.

GPS punktar

N65° 40' 57.183" W18° 5' 26.469"

Staðsetning

Akureyri