Á opnunardaginn, 5. júlí nk. verður boðið upp á skemmtiatriði og veitingar verða í boði.
Dóra opnar sýninguna með nokkrum orðum.
Hilma kvæðamaður kveður rímur.
Birgitta H. Halldórsdóttir rithöfundur les frumsamið ljóð um Þórdísi spákonu.
Jóhanna Kristín Atladóttir býður gestum upp á spá í rúnir og álfaspil gegn hóflegu gjaldi, frá kl. 14.00 til lokunar kl. 18.00.
Kvenfélag Svínavatnshrepps selur kakó og vöfflur frá kl. 13.00 til kl. 18.00.
Kl. 18.00 munu Dóra og Bryndís Fjóla völva og heilari frá Huldustíg, leiða álfa- og sögugöngu um Vatnsdalshóla. Á meðan á göngunni stendur mun Dóra segja frá sögu jarðarinnar og Bryndís Fjóla mun leiða þátttakendur inn í heim álfa, huldufólks og dverga sem búa á þessum slóðum.
Gangan tekur um tvær klukkustundir og er nokkuð auðveld ganga á vegslóða og grasi.