Upplýsingar um verð
98.900 / 124.900 kr.
Þægileg rútuferð með leiðsögn um Vestfirði. Hægt er að velja um að byrja ferðina á Akureyri eða í Reykjavík. Á fyrsta degi verður hægt að koma inn í ferðina í Varmahlíð, Blönduósi, Staðarskála, Borgarnesi, Búðardal eða á Hólmavík. Þeir sem kjósa að hefja ferðina í Reykjavík verða ferjaðir í Búðardal og munu þar hitta ferðafélagana sem koma frá Akureyri.
Verð miðað við tvo í herbergi kr. 98.900. Verð miðað við einn í herbergi kr. 124.900. Innifalið í verði er rútufar og gisting með morgunmat.
Gisting:
- Hótel Sandafell á Þingeyri, tvær nætur.
- Hótel Flókalundur, ein nótt.