Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Lamb Inn

- Gistiheimili

Aðeins 10 km frá Akureyri má finna Lamb Inn á Öngulsstöðum,  í kyrrlátu og notalegu umhverfi. Árið 1996 var fjósi breytt í í fallega gistiaðstöðu með uppábúnum rúmum. Morgunverðahlaðborð er borið fram í hlýlegum sal sem áður var hlaða, þar er áherslan lögð á heimagert góðgæti eins og brauð og kökur, sultur og marmelaði, osta og fleira. Lamb Inn veitingastaður opnaði á Öngulsstöðum 2012. Þar er áherslan á íslenska lambið og einkennisréttur veitingastaðarins er gamaldags eldað lambalæri í heilu lagi, með heimalöguðu rauðkáli, brúnuðum kartöflum, grænum baunum, sósu og rabbarbarasultu. Sá réttur hefur slegið í gegn meðal innlendra sem erlendra ferðamanna. Fiskur er líka á matseðlinum ásamt fleiri réttum. Yfir vetrartímann er eldhúsið ekki opið daglega, en hægt að panta mat með fyrirvara.

Í nágrenninu má finna margskonar afþreyingu við allra hæfi. Fallegar gönguleiðir eru á svæðinu bæði upp til fjalla og niður á engjar, hestaferðir, söfn, kirkjur, golfvöll, kaffihús og krá, sundlaug, gallerí og fleira.

Heitur pottur er við hótelið með frábæru útsýni yfir Eyjafjörðinn og er hann mikið notaður af gestum okkar. Í honum er gott að slappa af eftir ferðalög dagsins eða ánægjulegan dag í Hlíðarfjalli. Hjá okkur er hægt að þurrka skíðaföt og búnað yfir nóttina.

Frír netaðgangur er fyrir gesti hótelsins.

Lamb Inn er frábærlega staðsettur fyrir ferðamenn sem vilja skreppa í dagsferðir um allt Norðurland. Hann er líka tilvalinn fyrir skíðaáhugafólk sem nýtir sér frábæra skíðaaðstöðu á Norðurlandi.

Gamli bærinn á Öngulsstöðum er afar merkilegur í byggingasögulegu tilliti. Hann hefur verið í endurbótum undanfarið og þar hefur verið opnað safn sem hótelgestir geta skoðað án endurgjalds. Hann er vinsæll fyrir smærri móttökur og heimsóknir hópa á ferð sinni um Eyjafjörð.

 

Yfir vetrartímann er góður fundarsalur Lamb Inn nýttur fyrir fundi, námskeið og smærri ráðstefnur. Hann er vel tækjum og búnaði búinn. Það er vinsælt að smærri fyrirtæki og hópar komi í funda- og hópeflisferðir á Lamb Inn og þá nýtist öll aðstaða hótelsins vel.

 

Á Lamb Inn er opið allt árið. Hafið samband og kannið kjör og tilboð sem í boði eru. Bjóðum stéttarfélögum og starfsmannafélögum upp á sérkjör á gistingu.

 

Lamb Inn

Lamb Inn

Aðeins 10 km frá Akureyri má finna Lamb Inn á Öngulsstöðum,  í kyrrlátu og notalegu umhverfi. Árið 1996 var fjósi breytt í í fallega gistiaðstöðu með
Ásar Guesthouse

Ásar Guesthouse

Ásar Guesthouse er fallegt, lítið gistiheimili með fjórum tveggja manna herbergjum og tveimur baðherbergjum. Gestir hafa aðgang að stofu og setustofu
Kristnesskógur í Eyjafirði

Kristnesskógur í Eyjafirði

Kristnes er í Eyjafirði um 8 km frá Akureyri. Skógurinn er í brekkunni ofan við Kristneshæli. Kristnesskógur er fjölbreyttur útivistarskógur og margar
Hælið - Setur um sögu berklanna

Hælið - Setur um sögu berklanna

HÆLIÐ setur um sögu berklanna  Andi liðins tíma svífur yfir vötnunum og sagan er allt í kring. Áhrifarík og sjónræn sýning um sorg, missi og örvænting
Vökuland guesthouse & wellness

Vökuland guesthouse & wellness

Vökuland Guesthouse er staðsett í hjarta Eyjafjarðarsveitar, aðeins 12 km frá Akureyri, umvafið fegurð norðlenskra fjalla. Staðurinn er opinn allan ár
Silva

Silva

Hlýlegir og bjartir bústaðir í hjarta Eyjafjarðarsveitar, í 14 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Sundlaug Eyjafjarðarsveitar og Jólagarðurinn eru í 2 k
Jólagarðurinn

Jólagarðurinn

Jólagarðurinn er sannkölluð töfraveröld jólanna aðeins tíu mínútna akstur frá miðbæ Akureyrar. Þar gefur að líta ógrynni hluta tengda jólum úr víðri v
Íslandsbærinn - Old Farm

Íslandsbærinn - Old Farm

Íslandsbærinn er fjögurra bursta bær, byggður að gömlum stíl, stórglæsilegt og rúmgott hús með öll þægindi nútímans og endalausa möguleika. Tilvalinn
Tjaldsvæðið v/ Hrafnagil

Tjaldsvæðið v/ Hrafnagil

Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett norðan sundlaugar og íþróttamiðstöðvar sveitarinnar. Svæðið er veðursælt og tjaldsvæðið á flötu þu
Sundlaugin Hrafnagili

Sundlaugin Hrafnagili

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar var vígð eftir endurbætur í ársbyrjun 2007. Laugin sjálf er 10 x 25 metrar og við hana stór vaðlaug sem er einstaklega ske
Hrafnagil

Hrafnagil

Eyjafjarðarsveit er ein blómlegasta sveit Íslands og í næsta nágrenni við Akureyri. Um sveitina liðast hin stórbrotna Eyjafjarðará sem setur fallegan

Aðrir (4)

Freyvangsleikhúsið Freyvangur 601 Akureyri
Vökuland Wellness Vellíðunarsetur Vökuland III 601 Akureyri 6630498
Brúnir - Horse, Home food and Art Brúnir 605 Akureyri 863-1470
Great View Guesthouse Jódísarstaðir 4 605 Akureyri 898-3306