Vökuland Guesthouse er staðsett í hjarta Eyjafjarðarsveitar, aðeins 12 km frá Akureyri, umvafið fegurð norðlenskra fjalla.
Staðurinn er opinn allan ársins hring og er staðsetningin góð fyrir þá sem vilja nýta sér skíðasvæðið í Hlíðarfjalli eða aðra afþreyingu á Akureyri og nágrenni.
Við bjóðum gistingu í hlýlegri og vel útbúinni íbúð með tveimur 4 manna herbergjum og einu baðherbergi, með sturtu. Íbúðin er með góðu eldhúsi, rúmgóðu holi og lítilli setustofu. Heitur pottur er til afnota fyrir gesti.
Úr heita pottinum er fallegt útsýni um allan fjörðinn og til Akureyrar. Á veturnar má oft sjá norðurljósin dansa á stjörnubjörtum himninum og dásamlegt er að fylgjast með þeim úr heita pottinum.
Finna má margs konar afþreyingu í Eyjafjarðarsveit, s.s. veitingahús, söfn, sundlaug, golfvöll, kaffihús, kirkjur og handverksgallerí. Fallegar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi og hestaleigur.
Í bakgarðinum er mongólskt yurt þar sem haldnir eru einstakir viðburðir og námskeið með yoga, djúpslökun (yoga Nidra), hljóðheilun og Bowen fyrir hópa, pör og einstaklinga allan ársins hring. Hægt er að panta gistingu á staðnum og eða viðburð / meðferð hjá Sólveigu í info@vokulandwellness.is