Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Matarupplifun

Matvæli úr umhverfi Norðurlands bera öll merki uppruna síns og hreina loftsins, moldarinnar, vatnsins og ræktarlandsins sem nærir þau. Þau endurspegla hreinleika og ferskleika, fjölbreytileika fólksins sem framleiðir þau og matarmenningu okkar og framleiðsluaðferðir sem eru arfur kynslóðanna. Allt þetta birtist í einstöku og ósviknu bragði og upplifun.

Segull 67 Brugghús
Segull 67 er fjölskyldurekið brugghús, staðsett á Siglufirði í gamla frystihúsinu sem hefur verið tómt til margra ára. Árið 2015 var hafist handa og gamla frystihúsið fékk nýtt hlutverk. Verksmiðjan sjálf er inni gamla frystiklefanum og smökkunar barinn þar sem fiskurinn var frystur í pönnur og fyrir ofan allt saman var sjálf fisk vinnslulínan. Nú er hægt að taka brugghús kynningu um verksmiðjuna og smakkað á handverks bjórum. 
Bjórböðin
Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur. Bjór gerið er notað á ýmsan hátt, það sem algengast er, er töfluform þar sem eiginleikar gersins nýtast mjög vel. „Bjórbað“ þar sem er baðað sig í bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar, hefur afar öflug áhrif á líkamann og húð. Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna. Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. 
Vogafjós
Velkomin í Vogafjós Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað afeftir langan dag.   Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar.  Morgunverður Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggjamínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltumsem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,beint úr spenanum.   Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.   Veitingastaður Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.   Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafaeinungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.   Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.  Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  
Baccalá Bar
Á Hauganesi í Eyjafirðinum sem er í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Akureyri er að finna veitingastaðinn Baccalá Bar þar sem dýrindis ferskeldaður fiskur sem og saltfiskur verkaður eftir gamla mátanum er borið á borð. Þar geta gestir setið og snætt og notið útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn. Opið í júní: þriðjudaga – sunnudaga milli kl. 12.00-21.00. Hægt er að fylgjast með Facebook síðunni Baccalá Bar til að fá nánari upplýsingar um opnunartíma, matseðil og skemmtilega viðburði. Síminn á Baccalá Bar er 620 1035, best er að taka frá borð. Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má finna saltfiskrétt hússins, fiskisúpu, pizzur og hamborgara, fisk og franskar, salat, vöfflur, ís og ýmsa drykki
Ferðaþjónustan Brúnastöðum
Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur. Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu. HúsdýragarðurinnÁ Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga. Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00.  Þið finnið okkur á Facebook hér.
Brimslóð Atelier Guesthouse
Rekstur fyrirtækisins samanstendur af gistihúsi (10 gistiherbergi), veitingastað (fyrir 50 manns) og hinsvegar móttöku á móti hópum bæði íslenskum og erlendum í fyrirlestur um íslenskan mat, matarhefðir með sögulegri tengingu við sögu Íslands. Gestir er einnig boðið að borða máltíð 2ja - 3ja rétta með lykilhráefnum úr íslenskri matarsögu. Einnig er boðið upp „foodwork-shop“, þar sem gestir/hópurinn fer saman út í náttúruna að veiða fisk, tína jurtir, taka upp grænmeti og matjurtir í matjurgargarði sem tilheyrir rekstrinum. Með leiðsögn elda gestirnir úr hráefnunum og borða afraksturinn. Fyrirtækið er skilgreint sem upplifunarferðaþjónusta. Hægt er að panta gistingu og aðra þjónustu í gegnum heimasíðu fyrirtækisins  www.brimslod.is Einnig er hægt að panta gistingu í gegnum bókunarsíðuna www.booking.com Eigendur fyrirtækisins eru: Inga Elsa Bergþórsdóttir, framkvæmdarstjóri og Gísli Egill Hrafnsson.  Bæði menntaðir leiðsögumenn með mikla og langa reynslu að baki í því starfi.  Einnig hafa þau gefið út og samið fjölda af matreiðslubókum  fyrir íslenskan og erlendan markað á íslensku, ensku, frönsku, flæmsku og þýsku.  Þau hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar s.s. tilnefningar til íslensku bókmennarverðlaunanna, til verðlauna Hagþenkis og til alþjóðlegru „Gourmand“ verðlaunanna. Á heimsíðu fyrirtækisins er hægt að sjá myndir og þá aðstöðu sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.
Ferðaskrifstofan Nonni
Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu. Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa. Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.

Aðrir (6)

Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Bjórsetur Íslands Hólar 551 Sauðárkrókur -
Mathús Grenivíkur ehf. Túngata 3 610 Grenivík 6206080
Bruggsmiðjan Öldugata 22 621 Dalvík 861-3007
Vellir Svarfaðardal Völlum 621 Dalvík 822-8844
Kaffi Klara - Gistihús og veitingar Strandgata 2 625 Ólafsfjörður 466-4044