Baccalá Bar
Á Hauganesi í Eyjafirðinum sem er í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Akureyri er að finna veitingastaðinn Baccalá Bar þar sem dýrindis ferskeldaður fiskur sem og saltfiskur verkaður eftir gamla mátanum er borið á borð. Þar geta gestir setið og snætt og notið útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn.
Opið í júní: þriðjudaga – sunnudaga milli kl. 12.00-21.00.
Hægt er að fylgjast með Facebook síðunni Baccalá Bar til að fá nánari upplýsingar um opnunartíma, matseðil og skemmtilega viðburði. Síminn á Baccalá Bar er 620 1035, best er að taka frá borð.
Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má finna saltfiskrétt hússins, fiskisúpu, pizzur og hamborgara, fisk og franskar, salat, vöfflur, ís og ýmsa drykki
View