Skáld hótel Akureyri – Curio Collection by Hilton, rekið af Bohemian Hotels.
Skáld Hotel Akureyri, þar sem bókmenntir, frásagnalist og arfleifð íslenskra rithöfunda eru í hávegum höfð, opnar dyr sínar við Hafnarstræti í maí 2026. Hótelið býður upp á nútímalega og hlýlega gistingu fyrir ferðalanga sem leita að þægindum, frábærri staðsetningu og eftirminnilegri upplifun. Hótelið státar af 86 hágæða gistieiningum, þar á meðal: 71 glæsilegum hótelherbergjum 15 fullbúnum íbúðum Á hótelinu má meðal annars finna: Veitingastað, móttökusvæði og bar á jarðhæð með aðgangi að útisvæði, fundaraðstöðu fyrir viðburði og samkomur, þaksvalir til norðurs og suðurs, líkamsrækt og skíðageymslu.