Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Laugafell - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

- Fjallaskálar

Laugafell er um 20 km suður af botni Eyjafjarðardals og um 15 km norðaustur frá Hofsjökli. Frá Laugafelli liggja slóðir til Eyjafjarðar, Skagafjarðar, Bárðardals og suður Sprengisand. Fólk sem hyggur á ferðir í Laugafell þarf að kynna sér vel ástand vega hjá Vegagerðinni. Skálarnir eru hitaðir upp með laugavatni allt árið. Áhöld og eldunartæki eru í til staðar. Gestir geta fengið aðgang að kolagrilli en þurfa að koma með kol sjálfir. Góð snyrtiaðstaða er á staðnum ásamt heitri laug. Gistirými er í skála gistirými fyrir 20 manns, á svefnlofti yfir snyrtihúsi er gistirými fyrir 12 manns og í Þórunnarbúð er gistirými fyrir 12 manns. Gott tjaldstæði er á svæðinu, snyrtiaðstaða og heit laug.

Skálaverðir eru í skálunum frá byjrun júlí fram í september. Utan þess tíma er hægt að hafa samband við skrifstofu FFA til að fá gistingu.

GPS: N65°01,63 W18°19,95
20 km suður af botni Eyjafjarðardals. Upphitað, gaseldavél, áhöld, wc.

Laugafell - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

Laugafell - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

Laugafell er um 20 km suður af botni Eyjafjarðardals og um 15 km norðaustur frá Hofsjökli. Frá Laugafelli liggja slóðir til Eyjafjarðar, Skagafjarðar,
Laugafell

Laugafell

Laugafell (879 m y.s.) og Laugafellshnjúkur (997 m y.s.) nefnast tvö fjöll úr móbergi, norðaustur af Hofsjökli. Í ás norðvestur frá Laugafelli eru lau