Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ósar Hostel

- Svefnpokagisting

Ósar Hostel er á Vatnsnesi, aðeins um 25 kílómetra frá hringveginum. Á undanförnum árum hefur heimilið verð tekið til gagngerrar endurbóta og hafa þær breytingar heppast sérlega vel. 

Nafn sitt taka Ósar af því hve sólsetrið er fagurt á þessum slóðum. Ströndin, rétt neðan við húsið, er líka full af lífi og þar má sjá seli, æðarfugl og aðra fugla og þar rís kletturinn Hvítserkur í göngufæri við farfuglaheimilið. Ósnert náttúran, kyrrlátt umhverfið og fjölbreytt afþreying gera Ósa að óskastað ferðamannsins. Aðeins þarf að ganga í fimm mínútur frá hostelinu til að komast í nána snertingu við náttúruna. Hér geta gestir séð fjölda fuglategunda og úti fyrir ströndinni synda selir, en hér eru ein fjölskipuðustu sellátur Íslands. 

Fyrir utan þetta er rétt að nefna að margar fallegar gönguleiðir eru út frá Ósum.

Eldunaraðstaða. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Ósar Hostel

Ósar Hostel

Ósar Hostel er á Vatnsnesi, aðeins um 25 kílómetra frá hringveginum. Á undanförnum árum hefur heimilið verð tekið til gagngerrar endurbóta og hafa þær
Hvítserkur

Hvítserkur

Hvítserkur er sérkennilegur brimsorfinn klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hvítserkur er hvítur af fugladriti og