Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tjaldsvæðið Systragili

- Tjaldsvæði

Verið hjartanlega velkomin í kyrrð og skjólsælt umhverfi þar sem birkið angar og rjúpan ropar.              

Tjaldsvæðið Systragil er 13 km frá Akureyri í austurátt við bæinn Hróarsstaði við veg 833, fimm km frá þjóðvegi 1, staðsett gegnt stærsta birkiskógi landsins, Vaglaskógi. Einnig er gistiheimilið Rjúpa í landi Hróarsstaða. Á tjaldsvæðinu er gott aðgengi að rafmagni, upphituð klósett og rúmgóð sturta, aðstöðuhús þar sem hægt er að elda og matast og frítt internet.

Í næsta nágrenni er sundlaug á Illugastöðum. Merktar gönguleiðir eru bæði í Vaglaskógi og upp með Systragili.  Mikill gróður og lækurinn Systralækur. Í hlíðunum fyrir ofan tjaldstæðið eru melar og skóglendi og þar má finna mikið af berjum og sveppum.

Tjaldsvæðið Systragil er miðsvæðis á Norðurlandi. Stutt er í 9 holu golfvöll, Lundsvöllur (3 km), Goðafoss (25 km), Akureyri  (13 km)  Húsavík  (65 km) og Mývatnssveit (65 km).
Akureyri  (13 km), Laufás (20 km), Goðafoss (25 km), Húsavík  (65 km) og Mývatnssveit  (65 km).

Verð fyrir fullorðna: 1.900 kr
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.400 kr
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 15 ára og
yngri í fylgd með fullorðnum
Þvottavél: 500 kr
Rafmagn: 1.000 kr
Sturta: 200 kr  

Tjaldsvæðið Systragili

Tjaldsvæðið Systragili

Verið hjartanlega velkomin í kyrrð og skjólsælt umhverfi þar sem birkið angar og rjúpan ropar.               Tjaldsvæðið Systragil er 13 km frá Akure
Vaglaskógur Tjaldsvæði

Vaglaskógur Tjaldsvæði

Skjólgóð og skemmtileg tjaldsvæði fyrir tjöld, hýsi og húsbíla sem bjóða upp á salerni fyrir hreyfihamlaða og með góðu aðgengi fyrir hjólastóla á fles
Vaglaskógur

Vaglaskógur

Vaglaskógur er í margra huga einn stærsti og fegursti skógur landsins. Hann er vinsæll til útivistar og um hann liggja merktar gönguleiðir. Vinsæl tja
Mela- og Skuggabjargaskógur

Mela- og Skuggabjargaskógur

Mela- og Skuggabjargaskógur er meðal stærstu og mestu birkiskóga landsins. Þar er birkið síst lakara en í hinum gömlu „höfuðskógum Íslands“, Hallormss

Aðrir (1)

Golfklúbburinn Lundur Fnjóskadalur 601 Akureyri 897-0760