Eyjafjarðarsveit Kyrrð við bæjardyrnar

Eyjafjarðarsveit er ein blómlegasta sveit Íslands og í næsta nágrenni við Akureyri. Um sveitina liðast hin stórbrotna Eyjafjarðará sem setur fallegan svip á umhverfið og ber mér sér næringu til jarðarinnar sem gerir sveitina svo öfluga til búskapar. Til sveita má sjá kýr, hesta og kindur ásamt fjölda annarra spendýra og við óshólma Eyjafjarðarár má bera augum fjölbreytta flóru fugla sem verpa þar og dafna á sumrin.

Fjölmargar gönguleiðir má finna í Eyjafjarðarsveit og má þar nefna útivistarstíginn milli Hrafnagils og Akureyrar þar sem áhugasamir geta hjólað, gengið eða hlaupið í stórbrotnu og rómantísku umhverfinu við Eyjafjarðará. Við Akureyrarflugvöll er einnig hægt að ganga um óshólma Eyjafjarðarár allan ársins hring. Framar í dalnum er hægt að ganga á  fjöllin sem rísa tignarlega kringum dalinn og má þar helst nefna Kerlingu sem gnæfir yfir þeim öllum og er hæsta fjall Íslands beint úr byggð.

Í Eyjafjarðarsveit er þéttbýliskjarninn Hrafnagil með fjölskylduvænni sundlaug og leiktækjum sem umvefja umhverfi hennar ásamt glæsilegu og fullbúnu tjaldsvæði. Fjölbreytt úrval gistimöguleika, veitinga og afþreyingar er í Eyjafjarðarsveit og geta gestir svæðisins notið matar úr héraði, dægrastyttingar og gistingar í kyrrð og nálægt við náttúru og persónuleika sveitarinnar sem upplifa má á Handverkshátíð Eyjafjarðarsveitar, stærstu handverkshátíðar Íslands.

39085296_2114499568569806_5417337572948967424_o.jpg
Eyjafjarðarsveit
GPS punktar N65° 34' 28.580" W18° 5' 22.084"
Póstnúmer

601

Fólksfjöldi

1030

Vefsíða www.esveit.is

Áhugaverðir staðir og afþreying

Eyjafjarðarsveit - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Icelandic Hunting Adventures
Ferðaskrifstofur
 • Brúnahlíð 5
 • 601 Akureyri
 • 896-8404
Uppsalir
Gistiheimili
 • Uppsalir 1
 • 601 Akureyri
 • 894-6076, 777-8201
Dyngjan - listhús
Sýningar
 • Fíflbrekka
 • 601 Akureyri
 • 899-8770
Hestaleigan Kátur
Hestaafþreying
 • Kaupvangsbakkar, Eyjafjarðarsveit
 • 601 Akureyri
 • 846-7049

Aðrir

Hafdals Hótel
Hótel
 • Stekkjarlækur
 • 601 Akureyri
 • 898-8347
Uppsalir
Gistiheimili
 • Uppsalir 1
 • 601 Akureyri
 • 894-6076, 777-8201

Aðrir

Holtsels-Hnoss
Kaffihús
 • Holtsel
 • 601 Akureyri
 • 463-1159
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri