Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2025
Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar mánudaginn 2. júní 2025 kl. 13:00-15:00. Fundurinn verður haldinn á Múlabergi, Hótel Kea á Akureyri. Öll eru hvött til þess að mæta á fundinn og athygli er vakin á því að aðeins þau sem mæta á staðinn geta tekið þátt í kosningu til stjórnar.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Afgreiðsla ársreiknings
- Afgreiðsla fjárhagsáætlunar
- Stjórnarkjör
- Kjör endurskoðenda
- Starfsreglur stjórnar
- Önnur mál
Stjórnarkjör
Framboð frá samstarfsfyrirtækjum til stjórnar þurfa að koma fram í síðasta lagi 26. maí og eru áhugasöm beðin um að tilkynna framboð til framkvæmdastjóra, arnheidur@nordurland.is.
Núverandi stjórn MN er skipuð þessum einstaklingum:
Kjörin af samstarfsfyrirtækjum
Aðalmenn
Viggó Jónsson, Drangeyjarferðir- formaður
Sara Sigmundsdóttir, Akureyri Whale Watching
Edda Hrund Skagfield Guðmundsdóttir, Berjaya hótel
Ármann Örn Gunnlaugsson, Geosea/Sjóböðin
Örn Arnarson, Hótel Laugarbakki
Varamenn
Tómas Árdal, Arctic Hotels
Þorbjörg Jóhannsdóttir, Höldur
Kosið er um eitt sæti stjórnamanns á Norðurlandi vestra og tvö sæti stjórnarmanna á Norðurlandi eystra. Núverandi stjórnarfólk hefur gefið kost á sér til áframhaldandi setu.
Úr skipulagsskrá
Stjórnarmenn eru kosnir á aðalfundi stofnunarinnar. Stjórn stofnunarinnar er skipuð fimm mönnum og tveimur varamönnum. Miða skal við að tveir stjórnarmenn og einn varamaður komi af Norðurlandi vestra og þrír stjórnarmenn og einn til vara frá Norðurlandi eystra. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn. Varamenn eru kosnir til eins árs í senn. Annað hvert ár skal kosið um tvo stjórnarmenn en hitt árið um þrjá stjórnarmenn en í ár er kosið um tvo stjórnarmenn.
Á aðalfundi fer hvert samstarfsfyrirtæki Markaðsstofunnar með atkvæði samkvæmt sínum gjaldflokki, 1 atkvæði fyrir lægsta flokk, 2 atkvæði fyrir næstlægsta flokk og svo framvegis upp í 5 atkvæði fyrir efsta gjaldflokk. Skilyrði þess að samstarfsfélög Markaðsstofu Norðurlands geti nýtt atkvæði sín á aðalfundi er að þau séu skuldlaus við Markaðsstofu Norðurlands.
Hægt er að senda fulltrúa með umboð á fundinn. Senda þarf umboð með tölvupósti á bokhald@nordurland.is fyrir aðalfund.
Skráning og nánari upplýsingar
Skráning á aðalfund er hér https://www.northiceland.is/is/mn/samstarfsfyrirtaeki/skraning-a-adalfund-2025
Nánari upplýsingar um MN er að finna hér: www.afangastadastofa.is
Skipulagsskrá MN má sjá hér: www.northiceland.is/is/static/files/PDF/Starfsemi/skipulagsskra-samthykkt-22.06.2021.pdf