Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Framtíð ferðaþjónustu í Hörgársveit

Miðvikudaginn 26. október, kl 17, verður Hörgársveit með fund um framtíð ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Þar mæta einnig fulltrúar Markaðsstofu Norðurlands.

Miðvikudaginn 26. október, kl 17, verður Hörgársveit með fund um framtíð ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Þar mæta einnig fulltrúar Markaðsstofu Norðurlands.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir:

„Ferðaþjónusta í Hörgársveit er margþætt og tækifærin ótal mörg, hvernig viljum við nýta þær auðlindir sem sveitarfélagið býr yfir. Það er komið að því að við sem sveitarfélag ætlum að byggja upp og móta ferðaþjónustu Hörgársveitar. Í hvaða átt viljum við fara og með hvaða hætti og hvernig viljum við forgangsraða verkefnum okkar?

Miðvikudaginn 26. október klukkan 17:00 verður haldinn opinn fundur í salnum á efrihæðinni í íþróttahúsinu á Þelamörk þar sem tveir fulltrúar frá Markaðsstofu Norðurlands koma ásamt ferðaþjónustuaðilum og öðrum hagsmunaaðilum sem ferðaþjónustu Hörgársveitar varðar.“