Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fundur um verkefnið Taste North Iceland

Miðvikudaginn 14. apríl verður haldinn opinn fundur um verkefnið Taste North Iceland, þar sem farið verður yfir markmið og tilgang verkefnisins.

Miðvikudaginn 14. apríl verður haldinn opinn fundur um verkefnið Taste North Iceland, þar sem farið verður yfir markmið og tilgang verkefnisins. Auk þess verða þrír matarstígar kynntir; Matarstígur Helga magra í Eyjafjarðarsveit, Matarkistan Skagafjörður og Taste Mývatn.

Fundurinn verður frá 14-15 á Zoom og nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér. Þeir sem skrá sig fá sendan hlekk á fundinn daginn áður.

Verkefnið Taste North Iceland snýst um að skapa vettvang til að kynna Norðurland sem áfangstað tengdum mat, og fyrir verkefni eins og matarstíga til að koma sér betur á framfæri. Áður hefur verið unnið að verkefninu Taste Arctic Coast Way en þessi tvö verkefni tengjast náið. Þeir sem hafa tekið þátt í vinnu við það verkefni eru hvattir til þess að mæta á fundinn og taka þátt í þessu verkefni sem tengir saman allt Norðurland.