Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Haustfundur Norðurstrandarleiðar

Haustfundur Norðurstrandarleiðar verður haldinn á Teams, þriðjudaginn 11.nóvember kl.09:30 - 11:30. Öll eru velkomin sem áhuga hafa á leiðinni og þeim möguleikum sem hún býður uppá.

Haustfundur Norðurstrandarleiðar verður haldinn á Teams, þriðjudaginn 11.nóvember kl.09:30 - 11:30.
Öll eru velkomin sem áhuga hafa á leiðinni og þeim möguleikum sem hún býður uppá.

Dagskrá í grófum dráttum:

  • Norðurstrandarleið og veturinn.
  • Skemmtiferðaskip og Norðurstrandarleið (minni leiðangursskip).
  • Innviðamál og hver er staðan þar.
  • Sögur fyrirtækja á Norðurstrandarleið.
  • Kannanir sem hafa verið gerðar og greina hvar tækifærin eru.
  • Síðast en ekki síst að taka spjallið – hvernig sjáið þið fyrir ykkur að leiðin þróist, hvað er gert vel og hvað má bæta.

Gestalesari verður Ebenezer Þórarinn Einarsson, hann starfar hjá Digido sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu og vann áður í markaðsteymi Íslandshótela. Hann hefur unnið með fjölbreyttum fyrirtækjum – allt frá frumkvöðlum til alþjóðlegra stórfyrirtækja – og sérhæfir sig í nýtingu á viðskiptatengslakerfum og gervigreind til að hámarka árangur í markaðsstarfi. 
Ebenezer mun fara yfir hvernig gervigreind getur hjálpað til við efnisvinnslu og markaðssetningu á Norðurstrandarleið en einnig hvað ber að varst í þessum gervigreindar frumskógi.

Það er margt spennandi framundan og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest þann 11.nóvember.

Smelltu hér til að skrá þig